Merkilegur minnihluti Ingvar Arnarson skrifar 6. maí 2022 08:45 Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn og jafnvel þó við vissum að þær yrðu aldrei samþykktar, allavega ekki í okkar nafni. Sumar hafa jafnvel verið teknar upp af meirihlutanum og komið þannig til framkvæmda. Af tillögum og málum okkar á þessu kjörtímabili, má nefna hækkun hvatapeninga, syskina- og fjölgreinaafslátt, tekjutenging gjalda, sundkort fyrir ungmenni, ávaxta- og grænmetisstund í skólum, Janusarverkefnið fyrir eldri borgara, áætlun um uppbyggingu leikskóla, sérsöfnun á lífrænum úrgangi, útboð á endurskoðun ársreikninga og ungmennahús. Þá höfum við lagt fram fjölmargar bókanir ásamt því að leggja fram fyrirspurnir varðandi mál sem okkur finnst þurfa að bæta úr t.d. útboð á gámaleikskólum, kærumál vegna knatthúsins og útboð á vinnu iðnaðarmanna fyrir bæinn. Í störfum nefnda hefur okkar fólk verið duglegt að halda uppi málefnlegri umræðu, því það er mikilvægt að ræða vel málin frá öllum hliðum og sér í lagi þegar unnið er að stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Ánægjulegt hefur verið að sjá mikla fjölgun íbúa í Garðabæ á kjörtímabilinu, en frá árinu 2017 hefur fjölgað um 2800 íbúa. Við höfum þó áhyggjur af nokkrum þáttum. Aukin verðbólga er áhyggjuefni, sérstaklega þar sem að verðtryggðar skuldir bæjarsjóðs hafa aukist töluvert á kjörtímabilinu. Lántaka á síðustu tveimur árum er samtals 6,5 milljarðar kr. Skuldir á hvern íbúa hafa þ.a.l. aukist mjög mikið. Árið 2017 voru þær 751 þúsund kr. en eru í dag orðnar 1224 þúsund kr. á hvern íbúa. Við þurfum að fara varlega þegar að kemur að lántöku en að sama skapi auka við þjónustu til íbúa. Að lokum vil ég nefna, að það sem gerir þennan minnihluta merkilegan er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Við í Garðabæjarlistanum er virkilega stolt af okkar þátttöku í stjórnun Garðabæjar, við höfum lært margt síðustu ár og vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G, Höfundur er í öðru sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Arnarson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn og jafnvel þó við vissum að þær yrðu aldrei samþykktar, allavega ekki í okkar nafni. Sumar hafa jafnvel verið teknar upp af meirihlutanum og komið þannig til framkvæmda. Af tillögum og málum okkar á þessu kjörtímabili, má nefna hækkun hvatapeninga, syskina- og fjölgreinaafslátt, tekjutenging gjalda, sundkort fyrir ungmenni, ávaxta- og grænmetisstund í skólum, Janusarverkefnið fyrir eldri borgara, áætlun um uppbyggingu leikskóla, sérsöfnun á lífrænum úrgangi, útboð á endurskoðun ársreikninga og ungmennahús. Þá höfum við lagt fram fjölmargar bókanir ásamt því að leggja fram fyrirspurnir varðandi mál sem okkur finnst þurfa að bæta úr t.d. útboð á gámaleikskólum, kærumál vegna knatthúsins og útboð á vinnu iðnaðarmanna fyrir bæinn. Í störfum nefnda hefur okkar fólk verið duglegt að halda uppi málefnlegri umræðu, því það er mikilvægt að ræða vel málin frá öllum hliðum og sér í lagi þegar unnið er að stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Ánægjulegt hefur verið að sjá mikla fjölgun íbúa í Garðabæ á kjörtímabilinu, en frá árinu 2017 hefur fjölgað um 2800 íbúa. Við höfum þó áhyggjur af nokkrum þáttum. Aukin verðbólga er áhyggjuefni, sérstaklega þar sem að verðtryggðar skuldir bæjarsjóðs hafa aukist töluvert á kjörtímabilinu. Lántaka á síðustu tveimur árum er samtals 6,5 milljarðar kr. Skuldir á hvern íbúa hafa þ.a.l. aukist mjög mikið. Árið 2017 voru þær 751 þúsund kr. en eru í dag orðnar 1224 þúsund kr. á hvern íbúa. Við þurfum að fara varlega þegar að kemur að lántöku en að sama skapi auka við þjónustu til íbúa. Að lokum vil ég nefna, að það sem gerir þennan minnihluta merkilegan er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Við í Garðabæjarlistanum er virkilega stolt af okkar þátttöku í stjórnun Garðabæjar, við höfum lært margt síðustu ár og vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G, Höfundur er í öðru sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar