Garðabær fyrir unga fólkið Margrét Bjarnadóttir og Hrannar Bragi Eyjólfsson skrifa 5. maí 2022 15:00 Garðabær hefur löngum verið eftirsóttur staður á meðal ungs fólks sem er að hefja fjölskyldulíf. Þannig var það í upphafi þéttbýlismyndunar hér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þannig er það enn í dag. Íbúaþróun í Urriðaholti ber þess skýr merki. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ viljum halda áfram á þeirri braut að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign hér í Garðabæ, festa hér rætur og stofna fjölskyldur í barnvænu og lifandi samfélagi. Fjölskylduvænt samfélag Garðabær hefur frá upphafi verið skipulagður með fjölskyldur og börn í huga. Börnin valsa örugg um bæinn, hjóla um stíga eða sparka bolta á undan sér. Þau ganga í framúrskarandi leik- og grunnskóla og hafa fjölbreytt val um íþróttir og tómstundir á vegum frjálsu félaganna í bænum. Höldum Garðbæingum í Garðabæ Það er okkur hjartans mál að Garðabær verði enn á ný raunverulegur valkostur fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Það þarf að tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum af öllum gerðum sem henta mismunandi fjölskyldueiningum. Það gekk vel í Urriðaholti þar sem heillandi og blönduð byggð hefur risið. Samgangur eldri og yngri íbúa hverfisins er þar sjálfsagður hlutur daglegs lífs og verslanir og þjónusta hefur sett fallegan blæ á hverfið. Með þá hugsun í farteskinu skipuleggjum við ný hverfi, eins og í Vetrarmýri og Hnoðraholti. Framúrskarandi leikskólar Leikskólastarf í Garðabæ er rómað og það er ekki af ástæðulausu. Starfsfólkið okkar í leikskólunum er framúrskarandi og við þurfum að halda áfram að hlúa að því og þróa starfsumhverfið í samráði við það. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast í þá stefnu að tryggja 12 mánaða börnum pláss á leikskólum bæjarins. Það var kerfið sem við byggðum upp og okkar metnaður er að viðhalda. Mikil fjölgun á meðal ungs fólks með börn á leikskólaaldri í Urriðaholti kom vissulega á óvart, en fjöldi þeirra gekk þvert á allar spár. Börn í Garðabæ hafa þó áfram fengið pláss á leikskóla fyrr en í nágrannasveitarfélögunum og með boðuðum aðgerðum verður 12 mánaða markinu náð að nýju síðar á árinu. Nýr átta deilda leikskóli, Mánahvoll, hefur risið og annar nýr sex deilda leikskóli fyrir allt að 120 börn mun taka til starfa í Urriðaholti haustið 2022. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið á tekjutengdum afslætti og systkinaafslætti af leikskólagjöldum, en það var gert til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna. Íþróttabærinn Garðabær Garðabær er þekktur fyrir frábært og framsækið íþróttastarf. Frjálsu félögin okkar eru með þeim öflugustu á landinu og það er bæjarins að stuðla að því að íþróttastarfið verði hér sem allra best. Það er gert með uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum, góðum og öruggum tengingum í formi hjóla- og göngustíga við íþróttasvæðin okkar, en líka með góðu skipulagi hvatapeninga. Við þurfum líka að mæta börnum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi. Bærinn verður að halda utan um þessi börn og finna þeim farveg til aukinnar lífsgleði og hamingju. Framsækin framtíðarsýn fyrir Garðabæ! Við leggjum þessa framsæknu framtíðarsýn þar sem byggt er á því sem vel hefur gert í fortíðinni undir þig, kjósandi góður, og hvetjum þig til að setja X við D, 14. maí næstkomandi. Höfundar skipa 4. og 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Garðabær hefur löngum verið eftirsóttur staður á meðal ungs fólks sem er að hefja fjölskyldulíf. Þannig var það í upphafi þéttbýlismyndunar hér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þannig er það enn í dag. Íbúaþróun í Urriðaholti ber þess skýr merki. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ viljum halda áfram á þeirri braut að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign hér í Garðabæ, festa hér rætur og stofna fjölskyldur í barnvænu og lifandi samfélagi. Fjölskylduvænt samfélag Garðabær hefur frá upphafi verið skipulagður með fjölskyldur og börn í huga. Börnin valsa örugg um bæinn, hjóla um stíga eða sparka bolta á undan sér. Þau ganga í framúrskarandi leik- og grunnskóla og hafa fjölbreytt val um íþróttir og tómstundir á vegum frjálsu félaganna í bænum. Höldum Garðbæingum í Garðabæ Það er okkur hjartans mál að Garðabær verði enn á ný raunverulegur valkostur fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Það þarf að tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum af öllum gerðum sem henta mismunandi fjölskyldueiningum. Það gekk vel í Urriðaholti þar sem heillandi og blönduð byggð hefur risið. Samgangur eldri og yngri íbúa hverfisins er þar sjálfsagður hlutur daglegs lífs og verslanir og þjónusta hefur sett fallegan blæ á hverfið. Með þá hugsun í farteskinu skipuleggjum við ný hverfi, eins og í Vetrarmýri og Hnoðraholti. Framúrskarandi leikskólar Leikskólastarf í Garðabæ er rómað og það er ekki af ástæðulausu. Starfsfólkið okkar í leikskólunum er framúrskarandi og við þurfum að halda áfram að hlúa að því og þróa starfsumhverfið í samráði við það. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast í þá stefnu að tryggja 12 mánaða börnum pláss á leikskólum bæjarins. Það var kerfið sem við byggðum upp og okkar metnaður er að viðhalda. Mikil fjölgun á meðal ungs fólks með börn á leikskólaaldri í Urriðaholti kom vissulega á óvart, en fjöldi þeirra gekk þvert á allar spár. Börn í Garðabæ hafa þó áfram fengið pláss á leikskóla fyrr en í nágrannasveitarfélögunum og með boðuðum aðgerðum verður 12 mánaða markinu náð að nýju síðar á árinu. Nýr átta deilda leikskóli, Mánahvoll, hefur risið og annar nýr sex deilda leikskóli fyrir allt að 120 börn mun taka til starfa í Urriðaholti haustið 2022. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið á tekjutengdum afslætti og systkinaafslætti af leikskólagjöldum, en það var gert til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna. Íþróttabærinn Garðabær Garðabær er þekktur fyrir frábært og framsækið íþróttastarf. Frjálsu félögin okkar eru með þeim öflugustu á landinu og það er bæjarins að stuðla að því að íþróttastarfið verði hér sem allra best. Það er gert með uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum, góðum og öruggum tengingum í formi hjóla- og göngustíga við íþróttasvæðin okkar, en líka með góðu skipulagi hvatapeninga. Við þurfum líka að mæta börnum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi. Bærinn verður að halda utan um þessi börn og finna þeim farveg til aukinnar lífsgleði og hamingju. Framsækin framtíðarsýn fyrir Garðabæ! Við leggjum þessa framsæknu framtíðarsýn þar sem byggt er á því sem vel hefur gert í fortíðinni undir þig, kjósandi góður, og hvetjum þig til að setja X við D, 14. maí næstkomandi. Höfundar skipa 4. og 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun