Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja ákærður fyrir kókaínsmygl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 23:26 Andrew Fahie forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verði handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um peningaþvætti og fíkniefnasmygl. AP Photo Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og kókaínsmygl. Lögmaður hans segir að hann muni lýsa yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja, var í síðustu viku handtekinn í Miami í Flórída af lögreglumönnum í bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, sem þóttust vera mexíkóskir fíkniefnasmyglarar. Hinn 51 árs gamli Fahie hefur síðan verið ákærður fyrir peningaþvætti og fíkniefnasmygl. Bandarískur dómari hefur síðan úrskurðað að Fahie verði sleppt úr haldi og hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins, svo lengi sem hann fylgi nokkrum reglum. Fahie fær að vera áfram í húsi sem hann hefur leigt fyrir dætur sínar tvær í Miami, svo lengi sem hann og fjölskylda hans láti af hendi vegabréf þeirra. Hann verður þá að bera staðsetningartæki um ökklann og greiða 500 þúsund dollara, eða um 65 milljónir króna, í tryggingu. Saksóknarar hyggjast áfrýja ákvörðun dómarans um að leysa hann úr haldi svo óvíst er hvort hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins. Sakaður um víðtæka og rótgróna spillingu Fahie hélt því fram í yfirlýsingu sem hann gaf út á mánudag að ekki væri hægt að sækja hann til saka í Bandaríkjunum þar sem hann er lýðræðislega kjörinn og leiðtogi ríkisstjórnar á yfirráðasvæði Breta. Natalio Wheatley mun vera starfandi forsætisráðherra á eyjunum á meðan á málaferlum stendur. Hann getur hins vegar ekki tekið formlega við stöðunni fyrr en hann verður formlega settur í embætti eftir að Fahie segir af sér. Áður en Fahie var handtekinn hafði hann verið sakaður um spillingu og opnuð hafði verið rannsókn á meintum brotum hans í embætti. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að Fahie hafði gefið grænt ljós á að milljónir dala færu í verkefni sem annað hvort kláruðust ekki eða nýttust almenningi ekki á nokkurn hátt. Bretland Bandaríkin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja, var í síðustu viku handtekinn í Miami í Flórída af lögreglumönnum í bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, sem þóttust vera mexíkóskir fíkniefnasmyglarar. Hinn 51 árs gamli Fahie hefur síðan verið ákærður fyrir peningaþvætti og fíkniefnasmygl. Bandarískur dómari hefur síðan úrskurðað að Fahie verði sleppt úr haldi og hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins, svo lengi sem hann fylgi nokkrum reglum. Fahie fær að vera áfram í húsi sem hann hefur leigt fyrir dætur sínar tvær í Miami, svo lengi sem hann og fjölskylda hans láti af hendi vegabréf þeirra. Hann verður þá að bera staðsetningartæki um ökklann og greiða 500 þúsund dollara, eða um 65 milljónir króna, í tryggingu. Saksóknarar hyggjast áfrýja ákvörðun dómarans um að leysa hann úr haldi svo óvíst er hvort hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins. Sakaður um víðtæka og rótgróna spillingu Fahie hélt því fram í yfirlýsingu sem hann gaf út á mánudag að ekki væri hægt að sækja hann til saka í Bandaríkjunum þar sem hann er lýðræðislega kjörinn og leiðtogi ríkisstjórnar á yfirráðasvæði Breta. Natalio Wheatley mun vera starfandi forsætisráðherra á eyjunum á meðan á málaferlum stendur. Hann getur hins vegar ekki tekið formlega við stöðunni fyrr en hann verður formlega settur í embætti eftir að Fahie segir af sér. Áður en Fahie var handtekinn hafði hann verið sakaður um spillingu og opnuð hafði verið rannsókn á meintum brotum hans í embætti. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að Fahie hafði gefið grænt ljós á að milljónir dala færu í verkefni sem annað hvort kláruðust ekki eða nýttust almenningi ekki á nokkurn hátt.
Bretland Bandaríkin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira