Nemendagarðar Guðbjörg Grímsdóttir og Birgitta Ósk Hlöðversdóttir skrifa 30. apríl 2022 17:00 Árborg er framtíð námsmanna. Hér eigum við að geta skapað nærandi og hvetjandi umhverfi fyrir námsmenn á öllum skólastigum en hér verður horft til framhaldsskóla og háskóla. Skólasamfélag einkennist meðal annars af metnaði fyrir því að vera í takt við tímann, hafa fagmennsku að leiðarljósi og vera í tengslum við atvinnulífið. Þetta eru stórar áskoranir en ekki síður spennandi og krefjandi. Hér í Árborg hefur margt verið gert síðustu árin í skólamálum til að efla þessa þætti og áfram göngum við. Hlúð hefur verið að iðnnámi og því gert hærra undir höfði sem vel er fagnað. Nemendur geta nú stundað nám hér í Árborg í iðngreinum, íþróttaakademíum ásamt bóklegum greinum og er það vel. Hér eru kjöraðstæður til að byggja nemendagarða sem gætu þjónað fjölbreyttu hlutverki fyrir nemendur á framhalds- og háskólastigi. Fyrir nemendur á framhaldsskólastigi myndu nemendagarðar vera heimavist meðan á framhaldsnámi stendur. Upptökusvæði Fjölbrautaskóla Suðurlands er stórt og nauðsynlegt að skapa aðstæður fyrir nemendur sem koma annars staðar að þann möguleika að geta verið í framhaldsskóla hér í Árborg. Einnig er mikilvægt að þegar námi í framhaldsskóla lýkur hafi nemendur tækifæri til að nýta nemendagarðana áfram í því námi sem tekur þá við. Í stað þess að þurfa að flytja í dýrara húsnæði á höfuðborgarsvæðinu gætu nemendur nýtt nemendagarðana áfram og stundað nám á höfuðborgarsvæðinu og þá einnig almenningssamgöngur ef vilji er fyrir því. Þannig eflum við og styðjum við bakið á nemendum til áframhaldandi náms og sköpum menningarverðmæti hér í Árborg. Þetta yrði lyftistöng fyrir bæjarfélagið og afar hvetjandi fyrir námsmenn víðar á landinu að horfa til þessa úrræðis. Nemendagarðar myndu þannig skapa jákvæða umræðu og sýna í verki þann hug sem Árborg hefur til menntunar. Með þessu móti getur sveitarfélagið komið til móts við nemendur og verið hvatning til að stunda nám því fjárfesting í menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Við í VG viljum leggja okkar af mörkum til að efla unga fólkið okkar og um leið framtíðina. Nemendagarðar eru ein leið til þess. Guðbjörg skipar 2. sæti hjá VG í Árborg og Birgitta Ósk 15. sætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Árborg er framtíð námsmanna. Hér eigum við að geta skapað nærandi og hvetjandi umhverfi fyrir námsmenn á öllum skólastigum en hér verður horft til framhaldsskóla og háskóla. Skólasamfélag einkennist meðal annars af metnaði fyrir því að vera í takt við tímann, hafa fagmennsku að leiðarljósi og vera í tengslum við atvinnulífið. Þetta eru stórar áskoranir en ekki síður spennandi og krefjandi. Hér í Árborg hefur margt verið gert síðustu árin í skólamálum til að efla þessa þætti og áfram göngum við. Hlúð hefur verið að iðnnámi og því gert hærra undir höfði sem vel er fagnað. Nemendur geta nú stundað nám hér í Árborg í iðngreinum, íþróttaakademíum ásamt bóklegum greinum og er það vel. Hér eru kjöraðstæður til að byggja nemendagarða sem gætu þjónað fjölbreyttu hlutverki fyrir nemendur á framhalds- og háskólastigi. Fyrir nemendur á framhaldsskólastigi myndu nemendagarðar vera heimavist meðan á framhaldsnámi stendur. Upptökusvæði Fjölbrautaskóla Suðurlands er stórt og nauðsynlegt að skapa aðstæður fyrir nemendur sem koma annars staðar að þann möguleika að geta verið í framhaldsskóla hér í Árborg. Einnig er mikilvægt að þegar námi í framhaldsskóla lýkur hafi nemendur tækifæri til að nýta nemendagarðana áfram í því námi sem tekur þá við. Í stað þess að þurfa að flytja í dýrara húsnæði á höfuðborgarsvæðinu gætu nemendur nýtt nemendagarðana áfram og stundað nám á höfuðborgarsvæðinu og þá einnig almenningssamgöngur ef vilji er fyrir því. Þannig eflum við og styðjum við bakið á nemendum til áframhaldandi náms og sköpum menningarverðmæti hér í Árborg. Þetta yrði lyftistöng fyrir bæjarfélagið og afar hvetjandi fyrir námsmenn víðar á landinu að horfa til þessa úrræðis. Nemendagarðar myndu þannig skapa jákvæða umræðu og sýna í verki þann hug sem Árborg hefur til menntunar. Með þessu móti getur sveitarfélagið komið til móts við nemendur og verið hvatning til að stunda nám því fjárfesting í menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Við í VG viljum leggja okkar af mörkum til að efla unga fólkið okkar og um leið framtíðina. Nemendagarðar eru ein leið til þess. Guðbjörg skipar 2. sæti hjá VG í Árborg og Birgitta Ósk 15. sætið.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar