Samtakamáttur og baráttuandi kennara er mikill Magnús Þór Jónsson skrifar 30. apríl 2022 12:31 Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Magnús Þór Jónsson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun