Baráttudagur verkalýðsins í skugga verðbólgu og dýrtíðar Drífa Snædal skrifar 29. apríl 2022 16:00 Dýrtíð er skollin á um alla Evrópu og við förum ekki varhluta af því. Verðbólgan mælist nú 7,2% og höfum við ekki séð slíkar tölur um árabil. Að stærstum hluta er verðbólgan innflutt, vegna Covid-kreppunnar og stríðsins í Úkraínu, sem hefur haft þau áhrif að verðlagið hefur hækkað, ekki síst á mat og eldsneyti. Í löndum þar sem kynnt er með olíu eða gasi hafa húshitunarreikningar hækkað verulega með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Stjórnvöld sumra ríkja hafa brugðið á það ráð að greiða niður orku til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og ótímabær dauðsföll.. Sem betur fer búum við í lokuðu orkukerfi með lágan orkukostnað en það er sama sagan hér og alls staðar annars staðar: Verðhækkanir á á grunnnauðsynjum koma verst niður á þeim sem síst skyldi því heimili sem hafa lítið umleikis greiða stærri hluta tekna í nauðsynjar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tæpt á þeim möguleika að fella niður eða lækka virðisaukaskatt á matvæli á meðan á dýrtíðinni stendur. Loksins sést lífsmark með ríkisstjórn Íslands en við í verkalýðshreyfingunni höfum kallað eftir neyðaraðgerðum fyrir heimilin um nokkurt skeið þegar var ljóst í hvað stefndi. Ég brýni stjórnvöld til verka til að minnka áhrif dýrtíðar á heimilin og þá sérstaklega á lægri tekjuhópa. Þótt hluti verðbólgunnar sé innfluttur þá er nokkur hluti hennar heimatilbúinn. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og þar hefur skort samhæfingu Seðlabankans og stjórnvalda. Vaxtalækkanir hafa ekki haldist í hendur við aukið framboð á húsnæði og almennilega langtímastefnumótun í húsnæðismálum. Seðlabankinn nýtti ekki sín varúðartæki til að draga úr spennu á húsnæðismarkaði og þrátt fyrir að auðvelt sé að spá fyrir um aukna þörf á húsnæði hafa stjórnvöld dregið lappirnar. Nú sjáum við fram á aukna þörf á húsnæði hér á landi, bæði vegna flóttafólks frá Úkraínu og þess að fleiri innflytjendur munu leggja hönd á plóg í atvinnulífinu. Okkur vantar húsnæði á viðráðanlegum kjörum, svo einfalt er það. Því eiga húsnæðismál að vera þungamiðjan í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í næsta mánuði. Það er stærsta lífskjaramálið og sveitarfélögin eru lykilaðili til lausnar. Á sunnudaginn er 1. maí – baráttudagur verkalýðsins, þar sem við komum í fyrsta sinn saman síðan árið 2019 og brýnum okkur áfram til góðra verka. Sjaldan hefur verið mikilvægara að efla samstöðuna. Verkalýðshreyfingin á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og sú barátta verður að halda áfram. Nú þarf að sýna að í verkalýðshreyfingunni er fólk tilbúið til verka. Sjáumst í baráttunni um allt land! https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/hatidarhold-a-1-mai-2022/ Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Efnahagsmál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dýrtíð er skollin á um alla Evrópu og við förum ekki varhluta af því. Verðbólgan mælist nú 7,2% og höfum við ekki séð slíkar tölur um árabil. Að stærstum hluta er verðbólgan innflutt, vegna Covid-kreppunnar og stríðsins í Úkraínu, sem hefur haft þau áhrif að verðlagið hefur hækkað, ekki síst á mat og eldsneyti. Í löndum þar sem kynnt er með olíu eða gasi hafa húshitunarreikningar hækkað verulega með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Stjórnvöld sumra ríkja hafa brugðið á það ráð að greiða niður orku til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og ótímabær dauðsföll.. Sem betur fer búum við í lokuðu orkukerfi með lágan orkukostnað en það er sama sagan hér og alls staðar annars staðar: Verðhækkanir á á grunnnauðsynjum koma verst niður á þeim sem síst skyldi því heimili sem hafa lítið umleikis greiða stærri hluta tekna í nauðsynjar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tæpt á þeim möguleika að fella niður eða lækka virðisaukaskatt á matvæli á meðan á dýrtíðinni stendur. Loksins sést lífsmark með ríkisstjórn Íslands en við í verkalýðshreyfingunni höfum kallað eftir neyðaraðgerðum fyrir heimilin um nokkurt skeið þegar var ljóst í hvað stefndi. Ég brýni stjórnvöld til verka til að minnka áhrif dýrtíðar á heimilin og þá sérstaklega á lægri tekjuhópa. Þótt hluti verðbólgunnar sé innfluttur þá er nokkur hluti hennar heimatilbúinn. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og þar hefur skort samhæfingu Seðlabankans og stjórnvalda. Vaxtalækkanir hafa ekki haldist í hendur við aukið framboð á húsnæði og almennilega langtímastefnumótun í húsnæðismálum. Seðlabankinn nýtti ekki sín varúðartæki til að draga úr spennu á húsnæðismarkaði og þrátt fyrir að auðvelt sé að spá fyrir um aukna þörf á húsnæði hafa stjórnvöld dregið lappirnar. Nú sjáum við fram á aukna þörf á húsnæði hér á landi, bæði vegna flóttafólks frá Úkraínu og þess að fleiri innflytjendur munu leggja hönd á plóg í atvinnulífinu. Okkur vantar húsnæði á viðráðanlegum kjörum, svo einfalt er það. Því eiga húsnæðismál að vera þungamiðjan í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í næsta mánuði. Það er stærsta lífskjaramálið og sveitarfélögin eru lykilaðili til lausnar. Á sunnudaginn er 1. maí – baráttudagur verkalýðsins, þar sem við komum í fyrsta sinn saman síðan árið 2019 og brýnum okkur áfram til góðra verka. Sjaldan hefur verið mikilvægara að efla samstöðuna. Verkalýðshreyfingin á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og sú barátta verður að halda áfram. Nú þarf að sýna að í verkalýðshreyfingunni er fólk tilbúið til verka. Sjáumst í baráttunni um allt land! https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/hatidarhold-a-1-mai-2022/ Góða helgi, Drífa
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar