Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2022 18:22 Stór hluti Íslendinga hefur beðið í röð eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut. Nú virðist sá tími að baki - í bili að minnsta kosti. vísir/Vilhelm Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. Til marks um miklar breytingar munu einungis þrír starfsmenn sinna sýnatökum á nýjum stað en þegar mest lét störfuðu tvö hundruð á Suðurlandsbraut. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir húsnæðið við Suðurlandsbraut einfaldlega orðið of stórt þar sem verulega hefur dregið úr komum í sýnatöku. „Þegar mest var hjá okkur vorum við með opið í tólf tíma. Sérstaklega þegar hraðprófin stóðu sem hæst og allir þurftu að sækja sér vottorð fyrir viðburði og slíkt. Þá voru mörg þúsund manns að koma til okkar á hverjum degi. Núna erum við að taka um hundrað sýnatökur á dag sem okkur finnst bara ekki neitt.“ Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Einar Veistu hvað þið hafið tekið mörg sýni á Suðurlandsbraut? „Já, þau hafa verið yfir milljón. Eða um ein milljón og eitt hundrað og fimmtíu þúsund,“ segir Marta. Hún segir blendnar tilfinningar fylgja flutningunum. „Við erum nánast búin að búa hérna, starfsmennirnir sem hafa sinnt sýnatökum, en við fögnum þessu að sjálfsögðu. Það er mjög gott að faraldurinn sé á niðurleið og við vonum að þetta haldist þannig.“ Afgangur af bóluefni í kössum.vísir/Vilhelm Það er mikið verk að pakka öllu niður en Marta segir heilsugæsluna þó tilbúna fyrir aðra bylgju - sem ríði þó vonandi ekki yfir þjóðina. „Við erum búin að pakka öllu saman þannig að við getum riggað upp stórum sýnatökustað ef þörf er á. Ef það kemur ný bylgja eða nýr heimsfaraldur erum við í stakk búin til þess að skella því í gang með dagsfyrirvara. Þannig við erum að pakka öllu mjög skipulega niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Til marks um miklar breytingar munu einungis þrír starfsmenn sinna sýnatökum á nýjum stað en þegar mest lét störfuðu tvö hundruð á Suðurlandsbraut. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir húsnæðið við Suðurlandsbraut einfaldlega orðið of stórt þar sem verulega hefur dregið úr komum í sýnatöku. „Þegar mest var hjá okkur vorum við með opið í tólf tíma. Sérstaklega þegar hraðprófin stóðu sem hæst og allir þurftu að sækja sér vottorð fyrir viðburði og slíkt. Þá voru mörg þúsund manns að koma til okkar á hverjum degi. Núna erum við að taka um hundrað sýnatökur á dag sem okkur finnst bara ekki neitt.“ Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Einar Veistu hvað þið hafið tekið mörg sýni á Suðurlandsbraut? „Já, þau hafa verið yfir milljón. Eða um ein milljón og eitt hundrað og fimmtíu þúsund,“ segir Marta. Hún segir blendnar tilfinningar fylgja flutningunum. „Við erum nánast búin að búa hérna, starfsmennirnir sem hafa sinnt sýnatökum, en við fögnum þessu að sjálfsögðu. Það er mjög gott að faraldurinn sé á niðurleið og við vonum að þetta haldist þannig.“ Afgangur af bóluefni í kössum.vísir/Vilhelm Það er mikið verk að pakka öllu niður en Marta segir heilsugæsluna þó tilbúna fyrir aðra bylgju - sem ríði þó vonandi ekki yfir þjóðina. „Við erum búin að pakka öllu saman þannig að við getum riggað upp stórum sýnatökustað ef þörf er á. Ef það kemur ný bylgja eða nýr heimsfaraldur erum við í stakk búin til þess að skella því í gang með dagsfyrirvara. Þannig við erum að pakka öllu mjög skipulega niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira