Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 27. apríl 2022 14:00 Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. Í fyrsta lagi hafa Félagsbústaðir efni á þessu Eigið fé Félagsbústaða var 67,3 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er meira en 53% af eignum félagsins, 29,4 milljörðum meira en nauðsynlegt má telja. Fasteignafélög á markaði, Reitir, Reginn og Eik, eru með um 30% eiginfjárhlutfall. Eigið fé Félagsbústaða umfram þessi mörk gæti því staðið undir byggingum íbúða fyrir hátt í 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að byggja 3000 íbúðir án nokkurs erfiðis. Í öðru lagi geta Félagsbústaðir fjármagnað byggingu íbúðanna Skuldabréfaútboð Félagsbústaða hafa gengið vel, enda nýtur félagið ábyrgðar borgarsjóðs og er auk þess með frábær veð. Það eru ekki til betri veð en íbúðir lágtekjufólks. Og ýmsar aðrar fjármögnunarleiðir standa Félagsbústöðum opnar. Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir því að lán vegna almennra íbúða megi vera til lengri tíma en 50 ára, en núgildandi lög hafa slíka takmörkun. Með lánum til lengri tíma má lækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum umtalsvert. Í þriðja lagi getur borgin sjálf byggt íbúðirnar Reykjavíkurborg á lóðir og á Félagsbústaði sem hafa fjárhagslegt bolmagn til húsbygginga. Borgin þarf því ekki að bíða eftir neinu, ekki að bíða eftir að verktakar byggi íbúðir til að geta keypt þær með ríkulegri álagningu. Reykjavíkurborg getur byggt þessar íbúðir sjálf, sett á legg Byggingarfélag Reykjavíkur, eins og Sósíalistar hafa lagt til. Í fjórða lagi er þörf á 3000 íbúðum Mikill fjöldi fjölskyldna og einstaklinga eru föst á óregluvæddum leigumarkaði og greiðir þar alltof háa húsaleigu sem þrýstir þessu fólki niður í fátækt. Biðlistar eftir íbúðum Félagsbústaða segja aðeins hálfa söguna, og varla það. Skilyrði til að fá íbúð hjá Félagsbústöðum eru mjög ströng. Það er ekki nóg að fólk sé fátækt, heldur þarf það að hafa orðið fyrir áföllum, vera veikt eða standa að öðru leyti illa umfram það að vera með lágar tekjur og þurfa að borga óheyrilega háa húsaleigu. Í fimmta lagi mun þetta tryggja félagslega blöndun innan Félagsbústaða Borgaryfirvöld hafa óttast að hröð uppbygging félagslegs húsnæðis geti valdið því að félagsleg blöndun í hverfum verði ekki næg, að of margir fátækir búi á of litlu svæði. Þetta viðhorf einkennist af fátækraandúð. Borgaryfirvöld hafa engar áhyggjur af ónógri félagslegri blöndun í auðmannablokkunum við Skúlagötu. En með því að fjölga almennum íbúðum innan Félagsbústaða úr rúmum tvö þúsund í rúm fimm þúsund munu skilyrði fyrir að fá íbúð lækka og íbúarnir verða sjálfkrafa blandaðri, koma úr ólíkari hópum. Í sjötta lagi mun uppbyggingin tryggja félagslega blöndun í borginni Það þarf að gera stórátak til að tryggja félagslega blöndun í hverfum borgarinnar. Það er til dæmis alltof lítið af félagslegu húsnæði á Melunum og Högunum, í Fossvoginum, í Laugarásnum og víðar. Með því að byggja 3000 nýjar íbúðir víða um borgina, en einkum þar sem fáar slíkar íbúðir eru fyrir, má tryggja betri félagslega blöndun í borginni, gera hverfi hennar fjölbreyttari og lýðræðislegri. Í sjöunda lagi mun þetta gera borgina betri Húsnæðiskreppan er það einstaka fyrirbrigði sem hefur haft verst áhrif á lífskjör í borginni. Það er því forgangsverkefni að ráðast að rótum hennar. Og ræturnar liggja í húsnæðisvanda lágtekjufólks. Þar er mesti sársaukinn. Besta leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna er að byggja fyrir fólkið í mestum húsnæðisvanda. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí, að Félagsbústaðir byggi 3000 nýjar íbúðir. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. Í fyrsta lagi hafa Félagsbústaðir efni á þessu Eigið fé Félagsbústaða var 67,3 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er meira en 53% af eignum félagsins, 29,4 milljörðum meira en nauðsynlegt má telja. Fasteignafélög á markaði, Reitir, Reginn og Eik, eru með um 30% eiginfjárhlutfall. Eigið fé Félagsbústaða umfram þessi mörk gæti því staðið undir byggingum íbúða fyrir hátt í 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að byggja 3000 íbúðir án nokkurs erfiðis. Í öðru lagi geta Félagsbústaðir fjármagnað byggingu íbúðanna Skuldabréfaútboð Félagsbústaða hafa gengið vel, enda nýtur félagið ábyrgðar borgarsjóðs og er auk þess með frábær veð. Það eru ekki til betri veð en íbúðir lágtekjufólks. Og ýmsar aðrar fjármögnunarleiðir standa Félagsbústöðum opnar. Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir því að lán vegna almennra íbúða megi vera til lengri tíma en 50 ára, en núgildandi lög hafa slíka takmörkun. Með lánum til lengri tíma má lækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum umtalsvert. Í þriðja lagi getur borgin sjálf byggt íbúðirnar Reykjavíkurborg á lóðir og á Félagsbústaði sem hafa fjárhagslegt bolmagn til húsbygginga. Borgin þarf því ekki að bíða eftir neinu, ekki að bíða eftir að verktakar byggi íbúðir til að geta keypt þær með ríkulegri álagningu. Reykjavíkurborg getur byggt þessar íbúðir sjálf, sett á legg Byggingarfélag Reykjavíkur, eins og Sósíalistar hafa lagt til. Í fjórða lagi er þörf á 3000 íbúðum Mikill fjöldi fjölskyldna og einstaklinga eru föst á óregluvæddum leigumarkaði og greiðir þar alltof háa húsaleigu sem þrýstir þessu fólki niður í fátækt. Biðlistar eftir íbúðum Félagsbústaða segja aðeins hálfa söguna, og varla það. Skilyrði til að fá íbúð hjá Félagsbústöðum eru mjög ströng. Það er ekki nóg að fólk sé fátækt, heldur þarf það að hafa orðið fyrir áföllum, vera veikt eða standa að öðru leyti illa umfram það að vera með lágar tekjur og þurfa að borga óheyrilega háa húsaleigu. Í fimmta lagi mun þetta tryggja félagslega blöndun innan Félagsbústaða Borgaryfirvöld hafa óttast að hröð uppbygging félagslegs húsnæðis geti valdið því að félagsleg blöndun í hverfum verði ekki næg, að of margir fátækir búi á of litlu svæði. Þetta viðhorf einkennist af fátækraandúð. Borgaryfirvöld hafa engar áhyggjur af ónógri félagslegri blöndun í auðmannablokkunum við Skúlagötu. En með því að fjölga almennum íbúðum innan Félagsbústaða úr rúmum tvö þúsund í rúm fimm þúsund munu skilyrði fyrir að fá íbúð lækka og íbúarnir verða sjálfkrafa blandaðri, koma úr ólíkari hópum. Í sjötta lagi mun uppbyggingin tryggja félagslega blöndun í borginni Það þarf að gera stórátak til að tryggja félagslega blöndun í hverfum borgarinnar. Það er til dæmis alltof lítið af félagslegu húsnæði á Melunum og Högunum, í Fossvoginum, í Laugarásnum og víðar. Með því að byggja 3000 nýjar íbúðir víða um borgina, en einkum þar sem fáar slíkar íbúðir eru fyrir, má tryggja betri félagslega blöndun í borginni, gera hverfi hennar fjölbreyttari og lýðræðislegri. Í sjöunda lagi mun þetta gera borgina betri Húsnæðiskreppan er það einstaka fyrirbrigði sem hefur haft verst áhrif á lífskjör í borginni. Það er því forgangsverkefni að ráðast að rótum hennar. Og ræturnar liggja í húsnæðisvanda lágtekjufólks. Þar er mesti sársaukinn. Besta leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna er að byggja fyrir fólkið í mestum húsnæðisvanda. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí, að Félagsbústaðir byggi 3000 nýjar íbúðir. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun