Fíllinn í herberginu Hulda Sólveig Jóhannsdóttir skrifar 26. apríl 2022 16:01 Bæjarlistinn hefur beitt sér undanfarin fjögur ár fyrir aukinni sérfræðiaðstoð inn í skólana. Tillaga okkar um iðjuþjálfun inn í grunnskólana var samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun en betur má ef duga skal. Skóli án aðgreiningar er stefna sem unnið er eftir í skólum landsins. Mikið hefur verið fjallað um þessa stefnu og sitt sýnist hverjum hvort vel hefur tekist að framfylgja markmiðum hennar sem eru að: skapa framtíðarsamfélag fjölbreytninnar mæta þörfum allra nemenda leggja áherslu á stöðu nemenda með sérþarfir og að þeir eigi möguleika á að vera í venjulegum námshópum/bekkjum. Til að hægt sé að framfylgja þessum markmiðum er mikilvægt að hafa góða skilvirka stoðþjónustu í skólunum og virk úrræði í verkfærakistu kennarans. Úrræði kennarans þurfa að vera fjölbreytt, aðgengileg og skilvirk. Eins og staðan er í dag þá þarf að bæta aðgengi nemenda að viðeigandi sérfræðiúrræðum, s.s. sérkennara, þroskaþjálfara, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Sérfræðiaðstoðin verður að vera nálægt nemendunum og nemendur verða að fá viðunandi sérfræðiaðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Hingað til hefur mikið verið lagt uppúr stuðningi við einstaka nemendur og foreldra í skólakerfinu sem snýr einkum að greiningum. Lítil eftirfylgni hefur verið með hvernig niðurstöður greininga eru útfærðar eða nýtast í skólastarfinu, þ.e. þegar greiningar liggja fyrir tekur oft við bið eftir viðeigandi úrræði, bið sem ekki er hægt að sætta sig við. Bæjarlistinn vill efla stoðþjónustu í skólum bæjarins og tryggja að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Hagsmunir nemenda og kennara fara saman. Með bættri þjónustu við nemendur inn í skólana aukast viðeigandi úrræði í verkfærakistu kennarans. Höfundur skipar 2. sæti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Bæjarlistinn hefur beitt sér undanfarin fjögur ár fyrir aukinni sérfræðiaðstoð inn í skólana. Tillaga okkar um iðjuþjálfun inn í grunnskólana var samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun en betur má ef duga skal. Skóli án aðgreiningar er stefna sem unnið er eftir í skólum landsins. Mikið hefur verið fjallað um þessa stefnu og sitt sýnist hverjum hvort vel hefur tekist að framfylgja markmiðum hennar sem eru að: skapa framtíðarsamfélag fjölbreytninnar mæta þörfum allra nemenda leggja áherslu á stöðu nemenda með sérþarfir og að þeir eigi möguleika á að vera í venjulegum námshópum/bekkjum. Til að hægt sé að framfylgja þessum markmiðum er mikilvægt að hafa góða skilvirka stoðþjónustu í skólunum og virk úrræði í verkfærakistu kennarans. Úrræði kennarans þurfa að vera fjölbreytt, aðgengileg og skilvirk. Eins og staðan er í dag þá þarf að bæta aðgengi nemenda að viðeigandi sérfræðiúrræðum, s.s. sérkennara, þroskaþjálfara, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Sérfræðiaðstoðin verður að vera nálægt nemendunum og nemendur verða að fá viðunandi sérfræðiaðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Hingað til hefur mikið verið lagt uppúr stuðningi við einstaka nemendur og foreldra í skólakerfinu sem snýr einkum að greiningum. Lítil eftirfylgni hefur verið með hvernig niðurstöður greininga eru útfærðar eða nýtast í skólastarfinu, þ.e. þegar greiningar liggja fyrir tekur oft við bið eftir viðeigandi úrræði, bið sem ekki er hægt að sætta sig við. Bæjarlistinn vill efla stoðþjónustu í skólum bæjarins og tryggja að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Hagsmunir nemenda og kennara fara saman. Með bættri þjónustu við nemendur inn í skólana aukast viðeigandi úrræði í verkfærakistu kennarans. Höfundur skipar 2. sæti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar