Viðreisn vill Reykjanesbrautina í stokk Karólína Helga Símonardóttir og Árni Stefán Guðjónsson skrifa 26. apríl 2022 09:01 Eitt stærsta mál Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga undanfarin ár hefur verið skýr framtíðarsýn á hvað skuli gera við Reykjanesbrautina og hvað sé hægt að gera við hana til að auka lífsgæði bæjarbúa. Umferðarþunginn á gatnamótunum við Lækjargötu annars vegar og við Kaplakrika hins vegar hefur aukist ár frá ári í takt við fjölgun erlendra ferðamanna og öllum ljóst fyrir löngu að hringtorgin tvö eru algjörlega sprungin og hreinlega hættuleg. Og svo má ekki gleyma að nefna umferðarljósin tvö á milli Setbergs og Kaplakrika sem mynda algjöran flöskuháls á álagstímum og er einu umferðarljósin frá Sprengisandi og upp á Keflavíkurflugvöll. Viðreisn hefur frá upphafi hér í Hafnarfirði talað fyrir því að Reykjanesbrautina skuli einfaldlega leggja í stokk og héldum við þessu máli vel á lofti fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Hafnarfirði fyrir fjórum árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bænum undanfarin átta ár og einnig verið kjölfesta í ríkisstjórn landsins á sama tíma, með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Maður hlýtur því að spyrja sig hvernig á því standi að ekkert hafi áunnist í málinu af hálfu meirihluta bæjarstjórnar undanfarin ár. Það er ljóst að um afar stóra framkvæmd er um að ræða sem þyrfti að skipuleggja vel til þess að halda kostnaði og raski í lágmarki fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. En ávinningur bæjarbúa og í raun allra þeirra sem keyra Reykjanesbrautina í gegnum bæinn yrði aftur á móti mjög mikill. Fyrir það fyrsta myndi skapast gríðarlega verðmætt byggingarland á besta stað í bænum. Lóðasala á því landi myndi ganga upp í kostnað framkvæmdarinnar og bæjarbúum myndi fjölga í framhaldinu, sem greiða sitt útsvar inn í sameiginlega sjóði okkar allra. Einnig myndum við í Viðreisn vilja að hluti þeirra lóða sem myndu skapast yrðu eyrnamerktar meðal annars fyrir þjónustuíbúðir eldri borgara og fatlaða. Myndi þetta allt tengja bæinn okkar betur saman, auka þjónustu og auðvelda fólki sem býr til að mynda í Setberginu að komast til og frá hverfinu sínu. Hávaða-, sjón- og síðast en ekki síst umhverfismengun af akstri á brautinni í gegnum bæinn myndi snarminnka og umferðaröryggi í gegnum bæinn yrði mun meira en það er í dag. Á svæðinu mætti gera ráð fyrir hjólastígum og vistvænu hverfi í nútímalegum stíl, þar sem stutt er í alla þjónustu. Þetta myndi að sjálfsögðu auka lífsgæði Hafnfirðinga töluvert, eitthvað sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Við í Viðreisn göngum því vongóð í brjósti inn í komandi kosningar og ætlum okkur að halda áfram að berjast fyrir málefnum Reykjanesbrautarinnar með ráðum og dáðum. Meiri lífsgæði, meira gegnsæi, meiri Viðreisn! Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta mál Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga undanfarin ár hefur verið skýr framtíðarsýn á hvað skuli gera við Reykjanesbrautina og hvað sé hægt að gera við hana til að auka lífsgæði bæjarbúa. Umferðarþunginn á gatnamótunum við Lækjargötu annars vegar og við Kaplakrika hins vegar hefur aukist ár frá ári í takt við fjölgun erlendra ferðamanna og öllum ljóst fyrir löngu að hringtorgin tvö eru algjörlega sprungin og hreinlega hættuleg. Og svo má ekki gleyma að nefna umferðarljósin tvö á milli Setbergs og Kaplakrika sem mynda algjöran flöskuháls á álagstímum og er einu umferðarljósin frá Sprengisandi og upp á Keflavíkurflugvöll. Viðreisn hefur frá upphafi hér í Hafnarfirði talað fyrir því að Reykjanesbrautina skuli einfaldlega leggja í stokk og héldum við þessu máli vel á lofti fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Hafnarfirði fyrir fjórum árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bænum undanfarin átta ár og einnig verið kjölfesta í ríkisstjórn landsins á sama tíma, með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Maður hlýtur því að spyrja sig hvernig á því standi að ekkert hafi áunnist í málinu af hálfu meirihluta bæjarstjórnar undanfarin ár. Það er ljóst að um afar stóra framkvæmd er um að ræða sem þyrfti að skipuleggja vel til þess að halda kostnaði og raski í lágmarki fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. En ávinningur bæjarbúa og í raun allra þeirra sem keyra Reykjanesbrautina í gegnum bæinn yrði aftur á móti mjög mikill. Fyrir það fyrsta myndi skapast gríðarlega verðmætt byggingarland á besta stað í bænum. Lóðasala á því landi myndi ganga upp í kostnað framkvæmdarinnar og bæjarbúum myndi fjölga í framhaldinu, sem greiða sitt útsvar inn í sameiginlega sjóði okkar allra. Einnig myndum við í Viðreisn vilja að hluti þeirra lóða sem myndu skapast yrðu eyrnamerktar meðal annars fyrir þjónustuíbúðir eldri borgara og fatlaða. Myndi þetta allt tengja bæinn okkar betur saman, auka þjónustu og auðvelda fólki sem býr til að mynda í Setberginu að komast til og frá hverfinu sínu. Hávaða-, sjón- og síðast en ekki síst umhverfismengun af akstri á brautinni í gegnum bæinn myndi snarminnka og umferðaröryggi í gegnum bæinn yrði mun meira en það er í dag. Á svæðinu mætti gera ráð fyrir hjólastígum og vistvænu hverfi í nútímalegum stíl, þar sem stutt er í alla þjónustu. Þetta myndi að sjálfsögðu auka lífsgæði Hafnfirðinga töluvert, eitthvað sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Við í Viðreisn göngum því vongóð í brjósti inn í komandi kosningar og ætlum okkur að halda áfram að berjast fyrir málefnum Reykjanesbrautarinnar með ráðum og dáðum. Meiri lífsgæði, meira gegnsæi, meiri Viðreisn! Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar