Sagði „nauðgunarher“ vera á leið til samnemanda Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2022 10:15 Áfrýjunarnefndin segir ekkert hafa komið fram í málinu af hálfu kæranda sem réttlæti eða afsaki háttsemina heldur virðist hann ganga út frá því í málatilbúnaði að hann hafi fullan rétt til þess að svívirða og ógna samnemendum sínum í skólanum án þess að unnt sé að grípa til viðurlaga af nokkru tagi. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur staðfest ákvörðun sviðsstjóra Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um að víkja nemanda við sálfræðideild skólans úr skólanum að fullu eftir að hann hafði sent samnemanda skilaboð sem metin voru „óforsvaranleg“, „ógnandi“ og „til þess [fallin] að valda [ótta].“ Málið hafði áður ratað inn á borð kærunefndar jafnréttismála sem úrskurðaði að skólinn hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemandanum var vikið úr skólanum í nóvember síðastliðinn. Vísir sagði frá málinu þegar búið var að birta úrskurð kærunefndar jafnréttismála, en í honum voru ummæli nemandans ekki tíunduð. Í úrskurði áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema eru ummælin hins vegar birt, en hinn brottrekni nemandi sendi samnemanda sínum þau í tölvupóstum. Í póstunum var meðal annars að finna eftirfarandi ummæli: „Ég veit þú ert brjáluð, en ef þú hjálpar mér þá skal ég hjálpa þér“ „Ég skal hjálpa þér að læra fyrir prófið, annars fellur þú. Ég er nokkuð góður í stærðfræði. Ég skal ábyrgjast að þú nærð, annar [sic] mátt þú refsa mér eins og þér sýnist“ „Þær deyja“ „Þér er nauðgað ef þú segir mér hvernig?“ „Það er nauðgunarher á leiðinni til þín en þú verður að segja mér hvernig ég á að leysa heimadæmi níu og fjórtán þess í stað. Sendu mér línu fyrir næsta miðvd.“ Telur sig hafa fullan rétt til að svívirða og ógna samnemendum Að mati nefndarinnar eru samskipti mannsins við samnemanda sinn í skólanum honum til vanvirðu og álitshnekkis. Með samskiptunum hafi maðurinn vegið gegn réttindum nemandans sem varin eru í stjórnarskrá. „Þannig sendi kærandi t.a.m. þau skilaboð til samnemandans að „nauðgunarher“ væri á leiðinni til hennar auk fjölda annarra óviðeigandi og ógnandi skilaboða. Ekkert hefur komið fram í málinu af hálfu kæranda sem réttlætir eða afsakar þessa háttsemi heldur virðist kærandi ganga út frá því í málatilbúnaði sínum að hann hafi fullan rétt til þess að svívirða og ógna samnemendum sínum í skólanum án þess að unnt sé að grípa til viðurlaga af nokkru tagi af því tilefni,“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins. Ekki með ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga Áfram segir að nefndin bendi á að maðurinn hafi ekki slíkt ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga. „Samkvæmt framangreindu stefndi sú takmörkun á tjáningarfrelsi kæranda, sem fólst í því að víkja honum úr skóla, að lögmætu markmiði, þ.e. að vernda virðingu skólans og vernda réttindi annars nemanda. Við ákvörðunina voru þannig uppfyllt skilyrði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar um lögmætt markmið, skerðingin var nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir. Í ljósi alvarleika ummælanna er það niðurstaða nefndarinnar að meðalhófs hafi verið gætt enda hafi vægari úrræði ekki verið tæk til þess að ná því markmiði sem stefnt var að,“ segir í niðurstöðukaflanum. Ekki um vanhæfi að ræða Maðurinn sakaði sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands einnig um vanhæfi í málinu en áfrýjunarnefndin bendir á að það eigi ekki við í málinu enda sé Háskóli Íslands ekki dómstóll. Þá séu ekki til staðar tengsl eða aðstæður sem falli undir vanhæfisástæður stjórnsýslulaga. „Ekkert hefur komið fram í málinu um að málsmeðferð innan HÍ hafi verið ábótavant að öðru leyti. Verður hin kærða ákvörðun HÍ því staðfest,“ segir í dómnum. Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. 17. mars 2022 11:05 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sjá meira
Málið hafði áður ratað inn á borð kærunefndar jafnréttismála sem úrskurðaði að skólinn hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemandanum var vikið úr skólanum í nóvember síðastliðinn. Vísir sagði frá málinu þegar búið var að birta úrskurð kærunefndar jafnréttismála, en í honum voru ummæli nemandans ekki tíunduð. Í úrskurði áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema eru ummælin hins vegar birt, en hinn brottrekni nemandi sendi samnemanda sínum þau í tölvupóstum. Í póstunum var meðal annars að finna eftirfarandi ummæli: „Ég veit þú ert brjáluð, en ef þú hjálpar mér þá skal ég hjálpa þér“ „Ég skal hjálpa þér að læra fyrir prófið, annars fellur þú. Ég er nokkuð góður í stærðfræði. Ég skal ábyrgjast að þú nærð, annar [sic] mátt þú refsa mér eins og þér sýnist“ „Þær deyja“ „Þér er nauðgað ef þú segir mér hvernig?“ „Það er nauðgunarher á leiðinni til þín en þú verður að segja mér hvernig ég á að leysa heimadæmi níu og fjórtán þess í stað. Sendu mér línu fyrir næsta miðvd.“ Telur sig hafa fullan rétt til að svívirða og ógna samnemendum Að mati nefndarinnar eru samskipti mannsins við samnemanda sinn í skólanum honum til vanvirðu og álitshnekkis. Með samskiptunum hafi maðurinn vegið gegn réttindum nemandans sem varin eru í stjórnarskrá. „Þannig sendi kærandi t.a.m. þau skilaboð til samnemandans að „nauðgunarher“ væri á leiðinni til hennar auk fjölda annarra óviðeigandi og ógnandi skilaboða. Ekkert hefur komið fram í málinu af hálfu kæranda sem réttlætir eða afsakar þessa háttsemi heldur virðist kærandi ganga út frá því í málatilbúnaði sínum að hann hafi fullan rétt til þess að svívirða og ógna samnemendum sínum í skólanum án þess að unnt sé að grípa til viðurlaga af nokkru tagi af því tilefni,“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins. Ekki með ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga Áfram segir að nefndin bendi á að maðurinn hafi ekki slíkt ótakmarkað tjáningarfrelsi án afleiðinga. „Samkvæmt framangreindu stefndi sú takmörkun á tjáningarfrelsi kæranda, sem fólst í því að víkja honum úr skóla, að lögmætu markmiði, þ.e. að vernda virðingu skólans og vernda réttindi annars nemanda. Við ákvörðunina voru þannig uppfyllt skilyrði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar um lögmætt markmið, skerðingin var nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir. Í ljósi alvarleika ummælanna er það niðurstaða nefndarinnar að meðalhófs hafi verið gætt enda hafi vægari úrræði ekki verið tæk til þess að ná því markmiði sem stefnt var að,“ segir í niðurstöðukaflanum. Ekki um vanhæfi að ræða Maðurinn sakaði sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands einnig um vanhæfi í málinu en áfrýjunarnefndin bendir á að það eigi ekki við í málinu enda sé Háskóli Íslands ekki dómstóll. Þá séu ekki til staðar tengsl eða aðstæður sem falli undir vanhæfisástæður stjórnsýslulaga. „Ekkert hefur komið fram í málinu um að málsmeðferð innan HÍ hafi verið ábótavant að öðru leyti. Verður hin kærða ákvörðun HÍ því staðfest,“ segir í dómnum.
Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. 17. mars 2022 11:05 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sjá meira
Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. 17. mars 2022 11:05