Fjarskipti yfir farsíma í sveitum og þéttbýli Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Jón Frímann Jónsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar