Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 22:00 Það mun skýrast á næstu dögum hvort samkomulag náist milli ríki og borgar í þessu máli. Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum. Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“ Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“
Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira