Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 14:05 Í yfirlýsingu frá sendiráðinu er sagt að markmið Rússa með innrásinni í Úkraínu muni takast. Vísir/Vilhelm Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ Þetta kemur fram í Facebook-færslu sendiráðsins. Þar segir að fjöldi vestrænna ríkja „troði“ Úkraínu fulla af þungavopnum í gríð og erg. Á meðal þess sem sent hafi verið til Úkraínu séu sprengjuvörpur, fartæki til hermannaflutninga, þyrlur, drónar og fleira. „Frá upphafi hinnar sérstöku rússnesku hernaðaraðgerðar til þess að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu hefur fjárstuðningur Bandaríkjanna við Kænugarð farið fram úr 2,5 milljörðum Bandaríkjadala,“ segir í færslunni. Rússnesk stjórnvöld hafa aldrei viljað kalla innrásina í Úkraínu innrás, heldur „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Þá hefur því statt og stöðugt verið haldið fram að markmið innrásarinnar sé að draga úr áhrifum nasista sem rússnesk stjórnvöld segja ranglega að hafi mikil völd í Úkraínu. „Meðal þeirra landa sem statt og stöðugt styðja úkraínska nýnasista eru Bretland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Tékkland, Slóvakía, Pólland og fleiri,“ segir í yfirlýsingu sendiráðsins. Þá segja þau yfirlýsingar Evrópusambandsins um að sambandið vilji stuðla að friði ekki í samræmi við flutning ESB-ríkja á vopnum til Úkraínu. „Hvaða skynsami stjórnmálamaður, eða skynsami einstaklingur sem er, getur ekki annað en haft áhyggjur af möguleikanum á að vopnum sem dreift er til Úkraínu verði dreift út fyrir landamæri ríkisins. Háttsettir embættismenn innan Bandaríkjahers hafa viðurkennt að ekki er mögulegt að rekja nákvæmlega vopnasendingar eftir að þær koma inn fyrir landamæri Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bætt við að vesturlönd hundsi ógnina á því að vopn sem send eru til Úkraínu endi á „svörtum markaði, í höndum vopnaðra gengja og hryðjuverkamanna, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig í öðrum hlutum heimsins.“ Segja vopnaflutninga lengja í neyðarástandi sem árásin skapaði Í yfirlýsingunni er þá sagt miður að Ísland taki þátt í því að tryggja að vopnasendingar rati til Úkraínu. Slíkt komi aðeins til með að „lengja neyðarástandið í Úkraínu,“ sem ekki er minnst á í yfirlýsingunni að stafar einmitt af innrás Rússa í Úkraínu. Þá er vísað til fréttar frá 4. apríl þar sem haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur að Ísland hafi haft milligöngu um flutning hergagna til Úkraínu frá ýmsum Evrópuríkjum. Það sé von sendiráðsins að íslensk stjórnvöld „átti sig á ábyrgðinni á neikvæðum afleiðingum slíkra aðgerða.“ „Við viljum vekja athygli á því að Rússland áskilur sér réttinn til þess að álíta utanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Á sama tíma viljum við benda á að „dæling“ vopna til stjórnvalda í Kænugarði mun ekki leiða til þeirrar niðurstöðu sem vesturlönd stefna að. Markmið hinnar sérstöku hernaðarðgerðar, að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu, sem sett var af rússneskum stjórnvöldum, mun klárlega nást.“ Rússland Úkraína Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sendiráðsins. Þar segir að fjöldi vestrænna ríkja „troði“ Úkraínu fulla af þungavopnum í gríð og erg. Á meðal þess sem sent hafi verið til Úkraínu séu sprengjuvörpur, fartæki til hermannaflutninga, þyrlur, drónar og fleira. „Frá upphafi hinnar sérstöku rússnesku hernaðaraðgerðar til þess að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu hefur fjárstuðningur Bandaríkjanna við Kænugarð farið fram úr 2,5 milljörðum Bandaríkjadala,“ segir í færslunni. Rússnesk stjórnvöld hafa aldrei viljað kalla innrásina í Úkraínu innrás, heldur „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Þá hefur því statt og stöðugt verið haldið fram að markmið innrásarinnar sé að draga úr áhrifum nasista sem rússnesk stjórnvöld segja ranglega að hafi mikil völd í Úkraínu. „Meðal þeirra landa sem statt og stöðugt styðja úkraínska nýnasista eru Bretland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Tékkland, Slóvakía, Pólland og fleiri,“ segir í yfirlýsingu sendiráðsins. Þá segja þau yfirlýsingar Evrópusambandsins um að sambandið vilji stuðla að friði ekki í samræmi við flutning ESB-ríkja á vopnum til Úkraínu. „Hvaða skynsami stjórnmálamaður, eða skynsami einstaklingur sem er, getur ekki annað en haft áhyggjur af möguleikanum á að vopnum sem dreift er til Úkraínu verði dreift út fyrir landamæri ríkisins. Háttsettir embættismenn innan Bandaríkjahers hafa viðurkennt að ekki er mögulegt að rekja nákvæmlega vopnasendingar eftir að þær koma inn fyrir landamæri Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bætt við að vesturlönd hundsi ógnina á því að vopn sem send eru til Úkraínu endi á „svörtum markaði, í höndum vopnaðra gengja og hryðjuverkamanna, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig í öðrum hlutum heimsins.“ Segja vopnaflutninga lengja í neyðarástandi sem árásin skapaði Í yfirlýsingunni er þá sagt miður að Ísland taki þátt í því að tryggja að vopnasendingar rati til Úkraínu. Slíkt komi aðeins til með að „lengja neyðarástandið í Úkraínu,“ sem ekki er minnst á í yfirlýsingunni að stafar einmitt af innrás Rússa í Úkraínu. Þá er vísað til fréttar frá 4. apríl þar sem haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur að Ísland hafi haft milligöngu um flutning hergagna til Úkraínu frá ýmsum Evrópuríkjum. Það sé von sendiráðsins að íslensk stjórnvöld „átti sig á ábyrgðinni á neikvæðum afleiðingum slíkra aðgerða.“ „Við viljum vekja athygli á því að Rússland áskilur sér réttinn til þess að álíta utanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Á sama tíma viljum við benda á að „dæling“ vopna til stjórnvalda í Kænugarði mun ekki leiða til þeirrar niðurstöðu sem vesturlönd stefna að. Markmið hinnar sérstöku hernaðarðgerðar, að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu, sem sett var af rússneskum stjórnvöldum, mun klárlega nást.“
Rússland Úkraína Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55
Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent