Rebekka Karlsdóttir nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2022 19:34 Kosið var um forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á fundi SHÍ í kvöld. Rebekka Karlsdóttir var í kvöld kjörin nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Í kvöld voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofa SHÍ en réttindaskrifstofan og nýkjörið Stúdentaráð taka formlega til starfa undir lok maí. Rebekka tekur við keflinu af Isabel Alejöndru Diaz, sem hefur setið sem forseti Stúdentaráðs undanfarin tvö ár. „Ég er mjög spennt að taka við keflinu enda eru mörg tækifæri framundan í hagsmunabaráttu stúdenta, má nefna uppbyggingu háskólasvæðisins, ný stefna Háskóla Íslands, endurskoðun lánasjóðskerfisins og samstarf við nýtt ráðuneyti og ráðherra háskólamála,“ segir Rebekka. „Sömuleiðis eru bjartir tímar framundan fyrir félagslífið í Háskólanum eftir 2 ár sem hafa einkennst meira og minna af fjarkennslu og heimaveru,“ segir hún enn fremur. Kosningin fór fram á sérstökum kjörfundi ráðsins en þar voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs. Gréta Dögg Þórisdóttir var þar kjörin varaforseti, Katrín Björk Kristjánsdóttir var kjörinn hagsmunafulltrúi, og María Sól Antonsdóttir var kjörin lánasjóðsfulltrúi. Komið víða við í hagsmunabarátttu stúdenta Að því er kemur fram í tilkynningu um málið mun Rebekka útskrifast með BA gráðu í lögfræði frá HÍ í sumar. Samhliða námi hefur hún starfað sem laganemi hjá BBA/Fjeldco og þar áður starfaði hún sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Síðastliðið ár var Rebekka sviðsráðsforseti á félagsvísindasviði auk þess sem hún sat í stjórn Stúdentaráðs og stjórn Félagsvísindasviðs. Hún hefur einnig setið sem fulltrúi stúdenta í kennslumálanefnd háskólaráðs og verið varafulltrúi í Stúdentaráði fyrir verkfræði- og náttúruvísindasvið. Þá hefur hún verið forseti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Háskólar Hagsmunir stúdenta Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Rebekka tekur við keflinu af Isabel Alejöndru Diaz, sem hefur setið sem forseti Stúdentaráðs undanfarin tvö ár. „Ég er mjög spennt að taka við keflinu enda eru mörg tækifæri framundan í hagsmunabaráttu stúdenta, má nefna uppbyggingu háskólasvæðisins, ný stefna Háskóla Íslands, endurskoðun lánasjóðskerfisins og samstarf við nýtt ráðuneyti og ráðherra háskólamála,“ segir Rebekka. „Sömuleiðis eru bjartir tímar framundan fyrir félagslífið í Háskólanum eftir 2 ár sem hafa einkennst meira og minna af fjarkennslu og heimaveru,“ segir hún enn fremur. Kosningin fór fram á sérstökum kjörfundi ráðsins en þar voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs. Gréta Dögg Þórisdóttir var þar kjörin varaforseti, Katrín Björk Kristjánsdóttir var kjörinn hagsmunafulltrúi, og María Sól Antonsdóttir var kjörin lánasjóðsfulltrúi. Komið víða við í hagsmunabarátttu stúdenta Að því er kemur fram í tilkynningu um málið mun Rebekka útskrifast með BA gráðu í lögfræði frá HÍ í sumar. Samhliða námi hefur hún starfað sem laganemi hjá BBA/Fjeldco og þar áður starfaði hún sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Síðastliðið ár var Rebekka sviðsráðsforseti á félagsvísindasviði auk þess sem hún sat í stjórn Stúdentaráðs og stjórn Félagsvísindasviðs. Hún hefur einnig setið sem fulltrúi stúdenta í kennslumálanefnd háskólaráðs og verið varafulltrúi í Stúdentaráði fyrir verkfræði- og náttúruvísindasvið. Þá hefur hún verið forseti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira