Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. apríl 2022 18:53 Það sem af er ári hafa 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“ Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30