Forysta sem virðir Eflingarfélaga fær virðingu til baka Magnús Freyr Magnússon skrifar 20. apríl 2022 10:31 Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar