Frístundir, fyrir öll börn! Dagbjört Harðardóttir skrifar 20. apríl 2022 11:00 Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni. Þess má geta að frístundir geta verið margvíslegar, þar með talið hvers konar íþróttir, tónlistariðkun og ýmislegt fleira. Það er því mikilvægt að við sem samfélag stuðlum að því með myndarlegum hætti, eins og gert er með frístundastyrk sveitarfélagsins. Allir eiga að sitja við sama borð Það er okkur í Áfram Árborg mikið kappsmál að allir sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Með frístundastyrknum hafa fleiri[ARV1] tök á því að vera í hvers konar frístundum heldur en ef hann væri ekki til staðar. Það er samt sem áður áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna frístundastyrkurinn er ekki veittur nema frá fimm ára aldri. Við erum því í raun að mismuna börnum vegna aldurs. Börn á aldrinum 0-4 ára hafa einfaldlega ekki sömu tækifæri til frístundaiðkunar og hin eldri. Það er afar mikilvægt fyrir félags- og hreyfiþroska barna að geta tekið þátt í frístundastarfi af einhverju tagi en mýmörg tækifæri eru til þess innan Árborgar hafi heimilið efni á því að senda börn sín á slík námskeið. Með því að veita öllum börnum frístundastyrk mætti auka þátttökuna og um leið greiða götu barnafjölskyldna til að taka þátt í einhverskonar frístundastarfi frá fæðingu barns. Allt sem fylgir Í þessu samhengi er einnig vert að nefna að frístundum fylgir meira en bara æfingagjöld. Það eru búningar, hljóðfæri, keppnisferðir og margt fleira sem frístundastyrkurinn hreinlega nær ekki yfir. Ef við viljum búa til samfélag sem allir hafa jöfn tækifæri er þetta mál sem þarf einnig að skoða alvarlega. Mögulega mætti leysa það með einhverskonar auka frístundastyrk til efnaminni heimila eða styrk til íþróttafélaganna sem væri eyrnamerktur til búningakaupa. Hvernig það yrði framkvæmt verður kannski ekki leyst hér og nú en það er umræðunnar virði og ljóst að þarna þarf að finna lausnir. Framtíðin er núna Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ávinningur af því fyrir samfélagið að gefa börnum jöfn tækifæri og hugsa um hag barnafjölskyldna. Með því getum við mögulega komið í veg fyrir ýmis vandkvæði síðar. Það er mikilvægt að efla seiglu, styðja við félagslegan þroska og mikilvægast er að sýna það og sanna að öll eigum við sama réttinn til þátttöku í samfélaginu. Þess vegna teljum við í Áfram Árborg mikilvægt að byrja að veita frístundastyrk til barna um leið og þau fæðast og til 18 ára aldurs. Við sem samfélag eigum ekki að hindra leiðir að þátttöku heldur eigum við að efla þær. Höfundur skipar 3. sæti Áfram Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Börn og uppeldi Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni. Þess má geta að frístundir geta verið margvíslegar, þar með talið hvers konar íþróttir, tónlistariðkun og ýmislegt fleira. Það er því mikilvægt að við sem samfélag stuðlum að því með myndarlegum hætti, eins og gert er með frístundastyrk sveitarfélagsins. Allir eiga að sitja við sama borð Það er okkur í Áfram Árborg mikið kappsmál að allir sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Með frístundastyrknum hafa fleiri[ARV1] tök á því að vera í hvers konar frístundum heldur en ef hann væri ekki til staðar. Það er samt sem áður áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna frístundastyrkurinn er ekki veittur nema frá fimm ára aldri. Við erum því í raun að mismuna börnum vegna aldurs. Börn á aldrinum 0-4 ára hafa einfaldlega ekki sömu tækifæri til frístundaiðkunar og hin eldri. Það er afar mikilvægt fyrir félags- og hreyfiþroska barna að geta tekið þátt í frístundastarfi af einhverju tagi en mýmörg tækifæri eru til þess innan Árborgar hafi heimilið efni á því að senda börn sín á slík námskeið. Með því að veita öllum börnum frístundastyrk mætti auka þátttökuna og um leið greiða götu barnafjölskyldna til að taka þátt í einhverskonar frístundastarfi frá fæðingu barns. Allt sem fylgir Í þessu samhengi er einnig vert að nefna að frístundum fylgir meira en bara æfingagjöld. Það eru búningar, hljóðfæri, keppnisferðir og margt fleira sem frístundastyrkurinn hreinlega nær ekki yfir. Ef við viljum búa til samfélag sem allir hafa jöfn tækifæri er þetta mál sem þarf einnig að skoða alvarlega. Mögulega mætti leysa það með einhverskonar auka frístundastyrk til efnaminni heimila eða styrk til íþróttafélaganna sem væri eyrnamerktur til búningakaupa. Hvernig það yrði framkvæmt verður kannski ekki leyst hér og nú en það er umræðunnar virði og ljóst að þarna þarf að finna lausnir. Framtíðin er núna Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ávinningur af því fyrir samfélagið að gefa börnum jöfn tækifæri og hugsa um hag barnafjölskyldna. Með því getum við mögulega komið í veg fyrir ýmis vandkvæði síðar. Það er mikilvægt að efla seiglu, styðja við félagslegan þroska og mikilvægast er að sýna það og sanna að öll eigum við sama réttinn til þátttöku í samfélaginu. Þess vegna teljum við í Áfram Árborg mikilvægt að byrja að veita frístundastyrk til barna um leið og þau fæðast og til 18 ára aldurs. Við sem samfélag eigum ekki að hindra leiðir að þátttöku heldur eigum við að efla þær. Höfundur skipar 3. sæti Áfram Árborg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar