Hafnarfjörður – bær framkvæmdanna Orri Björnsson skrifar 20. apríl 2022 09:01 Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt. Tekið var til í rekstri bæjarins og þar með lagður grunnur að miklu framkvæmdaskeiði. Reksturinn hefur verið traustur í höndum Sjálfstæðisflokksins og vegna þess höfum við að mestu framkvæmt fyrir eigið fé. Hvað höfum við gert? Á fyrra kjörtímabili okkar var strax gefið í og framkvæmdir stórauknar auk þess sem viðhaldi var mikið betur sinnt en verið hafði. 2014 til 2018 Viðhald: 2.500 milljónir Framkvæmdir: 10.600 milljónir 2018 til 2022 Viðhald: 3.800 milljónir Framkvæmdir: 17.500 milljónir Á síðasta kjörtímabili vinstrimanna framkvæmdu þeir fyrir 3,1 milljarð og settu 1,3 í viðhald.Meira gátu þeir ekki gert vegna viðvarandi óstjórnar um langt árabil. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við því að meðaltali framkvæmt meira á hverju einasta ári en vinstrimenn á öllu sínu síðasta kjörtímabili. Þessar sláandi tölur segja allt sem segja þarf um muninn á stjórn með vinstrimönnum annars vegar og hins vegar þegar við Sjálfstæðismenn erum í meirihluta. Á sama tíma hafa raunskuldir Hafnarfjarðar lækkað þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um 6.600 milljónir á tímabilinu. Hvað ætlum við að gera? Með sama hætti ætlum við okkur að leiða bæinn í gegnum stærsta vaxtarskeið sögunnar.. Við ætlum að framkvæma mikið og vel, bæta þjónustu og halda bænum í fremstu röð á öllum sviðum. Skynsamleg fjármálastjórn, skipulagðar framkvæmdir og ígrundaður undirbúningur hafa lagt grunninn. Núna göngum við til verks og tryggjum að Hafnarfjörður verði áfram besti bær landsins til að búa í, hlýlegt og gott samfélag sem fólk vill tilheyra. Við treystum á þinn stuðning og lofum nú sem endranær að gera aðeins það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt. Tekið var til í rekstri bæjarins og þar með lagður grunnur að miklu framkvæmdaskeiði. Reksturinn hefur verið traustur í höndum Sjálfstæðisflokksins og vegna þess höfum við að mestu framkvæmt fyrir eigið fé. Hvað höfum við gert? Á fyrra kjörtímabili okkar var strax gefið í og framkvæmdir stórauknar auk þess sem viðhaldi var mikið betur sinnt en verið hafði. 2014 til 2018 Viðhald: 2.500 milljónir Framkvæmdir: 10.600 milljónir 2018 til 2022 Viðhald: 3.800 milljónir Framkvæmdir: 17.500 milljónir Á síðasta kjörtímabili vinstrimanna framkvæmdu þeir fyrir 3,1 milljarð og settu 1,3 í viðhald.Meira gátu þeir ekki gert vegna viðvarandi óstjórnar um langt árabil. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við því að meðaltali framkvæmt meira á hverju einasta ári en vinstrimenn á öllu sínu síðasta kjörtímabili. Þessar sláandi tölur segja allt sem segja þarf um muninn á stjórn með vinstrimönnum annars vegar og hins vegar þegar við Sjálfstæðismenn erum í meirihluta. Á sama tíma hafa raunskuldir Hafnarfjarðar lækkað þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um 6.600 milljónir á tímabilinu. Hvað ætlum við að gera? Með sama hætti ætlum við okkur að leiða bæinn í gegnum stærsta vaxtarskeið sögunnar.. Við ætlum að framkvæma mikið og vel, bæta þjónustu og halda bænum í fremstu röð á öllum sviðum. Skynsamleg fjármálastjórn, skipulagðar framkvæmdir og ígrundaður undirbúningur hafa lagt grunninn. Núna göngum við til verks og tryggjum að Hafnarfjörður verði áfram besti bær landsins til að búa í, hlýlegt og gott samfélag sem fólk vill tilheyra. Við treystum á þinn stuðning og lofum nú sem endranær að gera aðeins það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar