Markvisst ökunám skilar sér í hæfari ökumönnum Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 20. apríl 2022 08:30 Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar