Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson, Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 18. apríl 2022 07:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira