Skipafarþegar og áhafnir, vannýtt auðlind fyrir hagkerfi Hafnfirðinga Guðmundur Fylkisson skrifar 17. apríl 2022 20:01 Síðasta kjörtímabil hef ég fengið að starfa á vettvangi hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar. Sem brottfluttur Ísfirðingur þá hef ég haft nokkurn áhuga á skemmtiferðaskipum og komum þeirra en Ísafjarðarhöfn tekur á móti 160 skipum, 198.452 farþegum og 81.511 áhafnarmeðlimum komandi sumar. Við tökum á móti 17 skipum, 6.472 farþegum og 3.435 áhafnameðlimum þetta sumarið. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 30 skemmtiferðaskipum. Skipin sem koma til okkar nota flest Hafnarfjarðarhöfn sem „heimahöfn“ og hér fara fram farþegaskipti, það er að farþegar koma með flugi til landsins og fara um borð í Hafnarfirði. Skemmtiferðaskipin reyna að sjálfsögðu að selja sínum farþegum ferðir út frá skipinu en það eru ekki allir sem vilja endilega fara í rútuferðir heldur vilja kannski taka göngutúr og skoða það sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða. Eins er það svo að áhöfnin er líklegri til að fá sér göngutúr upp í bæ. 30 milljónir inn í hagkerfið Ísfirðingar gerðu rannsókn á því árið 2018 hversu mikiðferðamenn eyddu í landi. Kom þá í ljós að meðal ferðamaðurinn eyddi um 5.000 kr. í landi á Ísafirði, í handverk, minjagripi, mat og drykk. Þetta er fyrir utan það sem þau eyddu í ferðir. Ef þetta væri raunin hér í Hafnarfirði þá værum við að tala um rúmar 30 milljónir! 30 milljónir inn í hagkerfið okkar hér skiptir máli, fyrir veitingastaði og þá sem eru í handverki, hönnun og minjagripum. Ísfirðingarnir eru að fá um 500 milljónir inn í þeirra hagkerfi veitingastaða, handverks og minjagripasala. Fullur bær af áhugaverðum stöðum En hvað höfum við Hafnfirðingar upp á að bjóða? Strax á hafnarsvæðinu erum við með hönnunar- og handverksfólk og veitingastað við Fornubúðir. Við erum svo með fjölmarga veitingastaði af ýmsum gerðum á Strandgötunni, Linnetstígnum og Fjarðargötunni. Allt frá pulsum og pizzum upp í fisk, steikur og veganrétti, kaffihús og bakarí. Við erum með Byggðasafnið á Vesturgötu, Bungalowið, Hellisgerði og síðan byggingasöguna um allan Vesturbæ Hafnarfjarðar. Við erum með Austurgötu, Tjarnarbraut og Lækjargötuna, fuglana við Lækinn, Reykdalsvirkjun, Suðurgötu, Brekkugötu og Suðurbæjarlaugina. QR kóðar, öpp og merkingar Það er nefnilega svo að margur ferðamaðurinn hefur áhuga á að sjá hvernig við búum, byggðum og byggjum. Allt er þetta í góðu göngufæri við höfnina og ef við færum í það verkefni að merkja og upplýsa, t.d. með appi og QR kóðum, skiltum eða máluðum línum sem leiða fólk um bæinn, þá myndum við auka umferð þessara ferðamanna inn í bæinn okkar og þau myndu þá skilja eitthvað af gjaldeyri eftir í hagkerfi Hafnfirðinga. Ekki er ólíklegt að fleiri en farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa myndu nýta sér þetta ef af yrði. Í bænum eru starfandi mörg ferðaþjónustufyrirtæki og hafa þau byggt upp flotta þjónustu. Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort stuðningur, innviðavinna og markaðssókn bæjarins megi ekki bæta, t.d. með bættum merkingum, tölvutækni og fróðleik á netinu þar sem hægt er að lesa sig til um t.d. byggingarsöguna og sögu bæjarins. Gæti þetta ekki verið hluti af sumarstarfi námsmanna? Ég er ekki ferðamálafræðingur eða sérfræðingur í því hvernig ferðamenn hugsa. Ég hef aftur á móti ekið fjölda ferðamanna á rútum í gegnum bæinn okkar og því miður hefur það verið án þess að verið sé að stöðva og skoða. Það sem helst hefur verið staldrað við í Hafnarfirði eru skreiðartrönurnar við Krýsuvíkurveg. Umhverfisvæn Hafnarfjarðarhöfn hefur tekið skref í rafvæðingu hafna. Á Sjómannadaginn, 12. júní n.k., verður fyrsta skemmtiferðarskipinu stungið í samband. Þetta verður fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands þar sem þetta verður gert. Þetta skip og systurskip þess munu koma ellefu sinnum til hafnar hjá okkur í sumar. En af því að þú ert Íslendingur og ert að lesa þetta þá er einnig rétt að vekja athygli á Bæjarbíói og Gaflaraleikhúsinu ásamt ýmsum gistimöguleikum í bænum. Guðmundur Fylkisson skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Síðasta kjörtímabil hef ég fengið að starfa á vettvangi hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar. Sem brottfluttur Ísfirðingur þá hef ég haft nokkurn áhuga á skemmtiferðaskipum og komum þeirra en Ísafjarðarhöfn tekur á móti 160 skipum, 198.452 farþegum og 81.511 áhafnarmeðlimum komandi sumar. Við tökum á móti 17 skipum, 6.472 farþegum og 3.435 áhafnameðlimum þetta sumarið. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 30 skemmtiferðaskipum. Skipin sem koma til okkar nota flest Hafnarfjarðarhöfn sem „heimahöfn“ og hér fara fram farþegaskipti, það er að farþegar koma með flugi til landsins og fara um borð í Hafnarfirði. Skemmtiferðaskipin reyna að sjálfsögðu að selja sínum farþegum ferðir út frá skipinu en það eru ekki allir sem vilja endilega fara í rútuferðir heldur vilja kannski taka göngutúr og skoða það sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða. Eins er það svo að áhöfnin er líklegri til að fá sér göngutúr upp í bæ. 30 milljónir inn í hagkerfið Ísfirðingar gerðu rannsókn á því árið 2018 hversu mikiðferðamenn eyddu í landi. Kom þá í ljós að meðal ferðamaðurinn eyddi um 5.000 kr. í landi á Ísafirði, í handverk, minjagripi, mat og drykk. Þetta er fyrir utan það sem þau eyddu í ferðir. Ef þetta væri raunin hér í Hafnarfirði þá værum við að tala um rúmar 30 milljónir! 30 milljónir inn í hagkerfið okkar hér skiptir máli, fyrir veitingastaði og þá sem eru í handverki, hönnun og minjagripum. Ísfirðingarnir eru að fá um 500 milljónir inn í þeirra hagkerfi veitingastaða, handverks og minjagripasala. Fullur bær af áhugaverðum stöðum En hvað höfum við Hafnfirðingar upp á að bjóða? Strax á hafnarsvæðinu erum við með hönnunar- og handverksfólk og veitingastað við Fornubúðir. Við erum svo með fjölmarga veitingastaði af ýmsum gerðum á Strandgötunni, Linnetstígnum og Fjarðargötunni. Allt frá pulsum og pizzum upp í fisk, steikur og veganrétti, kaffihús og bakarí. Við erum með Byggðasafnið á Vesturgötu, Bungalowið, Hellisgerði og síðan byggingasöguna um allan Vesturbæ Hafnarfjarðar. Við erum með Austurgötu, Tjarnarbraut og Lækjargötuna, fuglana við Lækinn, Reykdalsvirkjun, Suðurgötu, Brekkugötu og Suðurbæjarlaugina. QR kóðar, öpp og merkingar Það er nefnilega svo að margur ferðamaðurinn hefur áhuga á að sjá hvernig við búum, byggðum og byggjum. Allt er þetta í góðu göngufæri við höfnina og ef við færum í það verkefni að merkja og upplýsa, t.d. með appi og QR kóðum, skiltum eða máluðum línum sem leiða fólk um bæinn, þá myndum við auka umferð þessara ferðamanna inn í bæinn okkar og þau myndu þá skilja eitthvað af gjaldeyri eftir í hagkerfi Hafnfirðinga. Ekki er ólíklegt að fleiri en farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa myndu nýta sér þetta ef af yrði. Í bænum eru starfandi mörg ferðaþjónustufyrirtæki og hafa þau byggt upp flotta þjónustu. Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort stuðningur, innviðavinna og markaðssókn bæjarins megi ekki bæta, t.d. með bættum merkingum, tölvutækni og fróðleik á netinu þar sem hægt er að lesa sig til um t.d. byggingarsöguna og sögu bæjarins. Gæti þetta ekki verið hluti af sumarstarfi námsmanna? Ég er ekki ferðamálafræðingur eða sérfræðingur í því hvernig ferðamenn hugsa. Ég hef aftur á móti ekið fjölda ferðamanna á rútum í gegnum bæinn okkar og því miður hefur það verið án þess að verið sé að stöðva og skoða. Það sem helst hefur verið staldrað við í Hafnarfirði eru skreiðartrönurnar við Krýsuvíkurveg. Umhverfisvæn Hafnarfjarðarhöfn hefur tekið skref í rafvæðingu hafna. Á Sjómannadaginn, 12. júní n.k., verður fyrsta skemmtiferðarskipinu stungið í samband. Þetta verður fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands þar sem þetta verður gert. Þetta skip og systurskip þess munu koma ellefu sinnum til hafnar hjá okkur í sumar. En af því að þú ert Íslendingur og ert að lesa þetta þá er einnig rétt að vekja athygli á Bæjarbíói og Gaflaraleikhúsinu ásamt ýmsum gistimöguleikum í bænum. Guðmundur Fylkisson skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun