Vaktin: „Gefist upp eða deyið“ Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. apríl 2022 14:30 Móðir og dóttir bíða eftir strætisvagni sem flytur þær frá borginni Sloviansk í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vísir/AP Rússar hafa gefið Úkraínumönnum afarkosti um að leggja niður vopn í Maríupól frá klukkan þrjú í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira