Af hverju í sveitarstjórn? Kristján Rafn Sigurðsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar