Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 23:00 Mayya Pigida er fædd og uppalin í borginni Mariupol í Úkraínu. Hún býr nú og starfar í Hafnarfirði og segir erfitt að vita af ættingjum sínum innikróuðum í borginni eftir að stríðið braust út Vísir/Arnar Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55
Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39