Ekkert hús á Seyðisfirði á hættusvæði C vegna aurflóðahættu Elvar Snær Kristjánsson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Skoðun: Kosningar 2022 Byggðamál Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun