Meintur gerandi á dagskrá RÚV um páskana Gabríela B. Ernudóttir skrifar 7. apríl 2022 08:00 Þessa dagana eru auglýstir íslenskir þættir á dagskrá á RÚV, en sýning þáttanna á að hefjast um páskana. Í þáttunum leikur meintur gerandi, sem fyrir nokkrum árum fór sjálfur í fjölmiðla og lýsti sig saklausan af kynferðisbrotum gegn eigin barni. Rangfærslur meints geranda voru seinna leiðréttar, sem var algjört neyðarúrræði barninu til varnar. Undanfarið hafa verið straumhvörf í vitundarvakningu um mikil völd og stöðuga viðveru meintra gerenda í sviðljósinu, sem veldur þolendum þeirra og þolendum almennt miklum þjáningum. Hafa meintir gerendur hver af öðrum sagt sig úr stjórnum fyrirtækja og samtaka, og stigið til hliðar úr áberandi stöðum í samfélaginu og úr sviðsljósinu. Fólk er flest sammála um að samfélagið sé að breytast hratt þessa dagana og minni þolinmæði og umburðarlyndi sé gagnvart hegðun gerenda. Mikilvæg samtöl eiga sér stað í þjóðfélagsumræðunni, sem eru löngu tímabær. Sumir gerendur hafa stigið til hliðar að eigin frumkvæði, aðrir hafa gert það í miklu ósætti vegna þess að fólk er ekki lengur tilbúið að hafa þá í upphaflegum áberandi valdastöðum. Ekki þykir lengur sjálfsagt að þeir fái að skemmta á skólaböllum, nota andlit sitt til að markaðssetja vörur eða stýra stórfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði. Þjóðin hefur minna þol fyrir því að meintum gerendum sé hampað eða séu yfirlýstar fyrirmyndir í samfélaginu. Fyrirtæki virðast hafa betri skilning á því að mannauður og orðspor skipta máli, enda samfélagið í auknum mæli að neita að taka þátt í að horfa framhjá ofbeldi og trúa þolendum. Auk þess er þjóðin meðvitaðri um að ofbeldi hefur ófyrirsjáanlegar og oft hörmulegar afleiðingar og getur átt sér stað þó menn hljóti ekki endilega refsidóm fyrir. Á heimasíðu RÚV stendur skýrt að hlutverk RÚV sé, samkvæmt lögum um félagið, rekstur fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Sérstaklega sé lögð rækt við íslenska tungu, sögu þjóðar, menningararfleifð og tengsl við almenning. RÚV ber því skylda til að vernda hagsmuni almennings, líka þolenda ofbeldis, og fylgja tíðaranda hverju sinni. Þolendur ofbeldis geta upplifað sársaukafullar tilfinningar og minningar sem koma upp ef þeir verða varir við gerendur sína, eða gerendur annarra, í sjónvarpi eða annars staðar í sviðsljósinu, og gegnir RÚV því miklu ábyrgðarhlutverki að valda ekki þolendum ofbeldis óþarfa þjáningu með því að sýna meinta gerendur þeirra í sjónvarpi allra landsmanna. Skemmst er að minnast þess þegar Kveikur tók viðtal við meintan geranda sem sagðist sjálfur vera „svo mikið fórnarlamb í þessu einhvern veginn“, og gagnrýninnar sem fylgdi í kjölfarið. Hefur þá RÚV ekki séð mikla ástæðu til að taka önnur sambærileg viðtöl við þolendur sams konar ofbeldis og viðmælandinn er sakaður um, hvorki áður né eftir þetta viðtal. Í kjölfarið fór hins vegar af stað einhvers konar uppbótarumfjöllun þar sem tekin voru viðtöl við aktivista og þeim gefinn örskammur tími í sjónvarpi til að koma sínum málefnum á framfæri. Umfjöllun RÚV um slæma stöðu útskúfaðra meintra gerenda var réttilega gagnrýnd, meðal annars fyrir það að ekki kom fram mikil iðrun eða viðurkenning á gjörðum sínum hjá umræddum meintum geranda í viðtalinu. Umræða um réttindi gerenda til atvinnu þarf að vera á þeim forsendum, að lágmarki, að menn viðurkenni brot sín og leitist eftir að bæta fyrir gjörðir sínar. RÚV fjallaði einnig um það í janúar síðastliðnum að ekki væri „hægt að þegja af sér málin lengur“, eftir að fimm menn sem voru áhrifamenn í stjórnum stórra fyrirtækja og áberandi í þjóðlífinu, „hrökkluðust“ - eins og það er orðað á vefmiðli RÚV - frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot. Má því segja að RÚV sé í algjörri mótsögn við eigin fréttaumfjöllun af þjóðfélagsumræðu síðustu mánaða. Verður að teljast athyglisvert að RÚV hafi tekið ákvörðun um að sýna þætti með meintum geranda og bjóða landsmönnum upp á það um sjálfa páskana. Á þolandi meints geranda, fjölskylda þolanda, aðrir þolendur í samfélaginu og allir aðstandendur þeirra að þurfa að forðast það að horfa á sjónvarpið á hverju sunnudagskvöldi í átta vikur? Eða forðast að kveikja á sjónvarpinu yfir höfuð til að komast hjá því að sjá auglýsingar um þættina? Mega þolendur eiga von á því að RÚV hafi fleiri meinta gerendur á dagskrá í framtíðinni? Finnst stjórnendum RÚV meintir gerendur vera hin raunverulegu „fórnarlömb í þessu einhvern veginn“, en ekki þolendur? Er RÚV með þessu að samþykkja það að skömminni sé haldið að þolanda, barninu og þar með þolendum almennt á meðan meintur gerandi skemmtir þjóðinni? Þar sem RÚV á að heita sjónvarp allra landsmanna og er ríkisrekinn miðill, erum við landsmenn öll skyldug til að borga með því efni sem þar birtist. Spyr ég því hvers vegna RÚV tekur ekki afstöðu gegn ofbeldi eins og mikill hluti samfélagsins kýs sjálft almennt að gera þessa dagana? Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Kynferðisofbeldi Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru auglýstir íslenskir þættir á dagskrá á RÚV, en sýning þáttanna á að hefjast um páskana. Í þáttunum leikur meintur gerandi, sem fyrir nokkrum árum fór sjálfur í fjölmiðla og lýsti sig saklausan af kynferðisbrotum gegn eigin barni. Rangfærslur meints geranda voru seinna leiðréttar, sem var algjört neyðarúrræði barninu til varnar. Undanfarið hafa verið straumhvörf í vitundarvakningu um mikil völd og stöðuga viðveru meintra gerenda í sviðljósinu, sem veldur þolendum þeirra og þolendum almennt miklum þjáningum. Hafa meintir gerendur hver af öðrum sagt sig úr stjórnum fyrirtækja og samtaka, og stigið til hliðar úr áberandi stöðum í samfélaginu og úr sviðsljósinu. Fólk er flest sammála um að samfélagið sé að breytast hratt þessa dagana og minni þolinmæði og umburðarlyndi sé gagnvart hegðun gerenda. Mikilvæg samtöl eiga sér stað í þjóðfélagsumræðunni, sem eru löngu tímabær. Sumir gerendur hafa stigið til hliðar að eigin frumkvæði, aðrir hafa gert það í miklu ósætti vegna þess að fólk er ekki lengur tilbúið að hafa þá í upphaflegum áberandi valdastöðum. Ekki þykir lengur sjálfsagt að þeir fái að skemmta á skólaböllum, nota andlit sitt til að markaðssetja vörur eða stýra stórfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði. Þjóðin hefur minna þol fyrir því að meintum gerendum sé hampað eða séu yfirlýstar fyrirmyndir í samfélaginu. Fyrirtæki virðast hafa betri skilning á því að mannauður og orðspor skipta máli, enda samfélagið í auknum mæli að neita að taka þátt í að horfa framhjá ofbeldi og trúa þolendum. Auk þess er þjóðin meðvitaðri um að ofbeldi hefur ófyrirsjáanlegar og oft hörmulegar afleiðingar og getur átt sér stað þó menn hljóti ekki endilega refsidóm fyrir. Á heimasíðu RÚV stendur skýrt að hlutverk RÚV sé, samkvæmt lögum um félagið, rekstur fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Sérstaklega sé lögð rækt við íslenska tungu, sögu þjóðar, menningararfleifð og tengsl við almenning. RÚV ber því skylda til að vernda hagsmuni almennings, líka þolenda ofbeldis, og fylgja tíðaranda hverju sinni. Þolendur ofbeldis geta upplifað sársaukafullar tilfinningar og minningar sem koma upp ef þeir verða varir við gerendur sína, eða gerendur annarra, í sjónvarpi eða annars staðar í sviðsljósinu, og gegnir RÚV því miklu ábyrgðarhlutverki að valda ekki þolendum ofbeldis óþarfa þjáningu með því að sýna meinta gerendur þeirra í sjónvarpi allra landsmanna. Skemmst er að minnast þess þegar Kveikur tók viðtal við meintan geranda sem sagðist sjálfur vera „svo mikið fórnarlamb í þessu einhvern veginn“, og gagnrýninnar sem fylgdi í kjölfarið. Hefur þá RÚV ekki séð mikla ástæðu til að taka önnur sambærileg viðtöl við þolendur sams konar ofbeldis og viðmælandinn er sakaður um, hvorki áður né eftir þetta viðtal. Í kjölfarið fór hins vegar af stað einhvers konar uppbótarumfjöllun þar sem tekin voru viðtöl við aktivista og þeim gefinn örskammur tími í sjónvarpi til að koma sínum málefnum á framfæri. Umfjöllun RÚV um slæma stöðu útskúfaðra meintra gerenda var réttilega gagnrýnd, meðal annars fyrir það að ekki kom fram mikil iðrun eða viðurkenning á gjörðum sínum hjá umræddum meintum geranda í viðtalinu. Umræða um réttindi gerenda til atvinnu þarf að vera á þeim forsendum, að lágmarki, að menn viðurkenni brot sín og leitist eftir að bæta fyrir gjörðir sínar. RÚV fjallaði einnig um það í janúar síðastliðnum að ekki væri „hægt að þegja af sér málin lengur“, eftir að fimm menn sem voru áhrifamenn í stjórnum stórra fyrirtækja og áberandi í þjóðlífinu, „hrökkluðust“ - eins og það er orðað á vefmiðli RÚV - frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot. Má því segja að RÚV sé í algjörri mótsögn við eigin fréttaumfjöllun af þjóðfélagsumræðu síðustu mánaða. Verður að teljast athyglisvert að RÚV hafi tekið ákvörðun um að sýna þætti með meintum geranda og bjóða landsmönnum upp á það um sjálfa páskana. Á þolandi meints geranda, fjölskylda þolanda, aðrir þolendur í samfélaginu og allir aðstandendur þeirra að þurfa að forðast það að horfa á sjónvarpið á hverju sunnudagskvöldi í átta vikur? Eða forðast að kveikja á sjónvarpinu yfir höfuð til að komast hjá því að sjá auglýsingar um þættina? Mega þolendur eiga von á því að RÚV hafi fleiri meinta gerendur á dagskrá í framtíðinni? Finnst stjórnendum RÚV meintir gerendur vera hin raunverulegu „fórnarlömb í þessu einhvern veginn“, en ekki þolendur? Er RÚV með þessu að samþykkja það að skömminni sé haldið að þolanda, barninu og þar með þolendum almennt á meðan meintur gerandi skemmtir þjóðinni? Þar sem RÚV á að heita sjónvarp allra landsmanna og er ríkisrekinn miðill, erum við landsmenn öll skyldug til að borga með því efni sem þar birtist. Spyr ég því hvers vegna RÚV tekur ekki afstöðu gegn ofbeldi eins og mikill hluti samfélagsins kýs sjálft almennt að gera þessa dagana? Höfundur er sálfræðingur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun