Bréf til Svandísar Svavarsdóttur um brotastafsemi, dýraníð og skemmdarverk á ímynd Íslands Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. apríl 2022 08:00 Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun