Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2022 23:03 Útlendingastofnun hefur um fimmtíu herbergi til umráða í Bændahöllinni. Stöð 2/Egill Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. Fólkið kom til landsins á sunnudag og hefur síðan þá verið mikil óvissa um hvar það eigi að vera. Framan af var það á flughóteli, á fimmtudag var það flutt á Ásbrú og loks kom það í Bændahöllina í gær. Markús Már Efraím Sigurðsson, sem hefur verið fólkinu innan handar síðan það kom í Vesturbæinn, segir mikla óvissu og upplýsingaskort einkenna veru fólksins hér á landi. Markús Már hefur undanfarnar vikur aðstoðað úkraínska flóttamenn hér á landi og komið að samtökum sem er verið að koma á fót til aðstoðar þeirra. Samtökin halda úti Úkraínsku flóttamannamiðstöðinni svokölluðu og eru meðal annars með félagsmiðstöð í Guðrúnartúni þar sem flóttafólk kemur að borða á kvöldin og sækir sér ýmsar nauðsynjar. Hans helsta verkefni í samtökunum er að aðstoða börn á flótta, en hann er kennari og hefur lengi vel starfað með börnum. Hann hefur nú tekið sér leyfi frá vinnu og helgar tíma sinn aðstoðinni. „Ég sá þörf á því að bjóða börnunum einhverja afþreyingu vegna þess að þessir krakkar eru ekki í skóla og þeim væntanlega leiðist á daginn, hangandi á hótelgöngum. Það er greinilega mikil þörf vegna þess að ég fór til dæmis í gær með hundrað manns í Húsdýragarðinn og grillaði pylsur, segir Markús Már. Hann segir fjölmarga hafa verið tilbúna að taka á móti börnunum, þannig hafi þau farið í Klifurhúsið, Vísindasmiðju HÍ og Arena svo fátt eitt sé nefnt. Frétti af fólkinu á Hótel Sögu og ákvað að virkja Vesturbæinga Markús Már segist hafa frétt af komu fólksins í Bændahöllina í gær og að Útlendingastofnun sé þar með minnst fimmtíu herbergi til umráða. Hann segir fólkið sem kom fyrst hafa verið í hálfgerðu losti þegar það koma í Vesturbæinn enda virtist svo vera að engin eldunar- eða þvottaaðstaða stæði þeim til boða. Því ákvað hann að stofna Facebook-hópinn Nágrannar okkar á Hótel Sögu. Seinna kom í ljós að búið var að koma upp aðstöðu fyrir fólkið en svo virðist sem ekki hafi tekist að miðla upplýsingum þess efnis til þess. Slíkur upplýsingaskortur sé viðvarandi vandamál við móttöku flóttafólks hér á landi. Vesturbæingar létu ekki segja sér tvisvar að fólkið þyrfti aðstoð og viðbrögð þeirra stóðu ekki á sér. „Fólkið í hverfinu var alveg rosalega fljótt að bregðast við, bara alveg ótrúlega. Og það var strax í gær búið að þeim kvöldmat og fólk er búið að vera að færa því mat,“ segir Markús Már. Biðlar til fólks að tæma ekki geymslur sínar Þá hefur fólk einnig gefið nauðsynjavörur en til dæmis kom fljótlega í ljós að börnin í hópnum voru illa búin til að leika sér úti í íslensku veðri. Því var komið upp kerfi þar sem fólkið getur skráð hvað vantar og nágrannar þeirra þá athugað hvort þeir lumi á til dæmis hlýrri úlpu á tíu ára barn. Það er skilvirk leið til að veita aðstoð að sögn Markúsar. Ekki gangi að fólk mæti bara með hvað sem er í Bændahöllina. „Það er rosalega góður vilji í fólki, en ef fólk fer að tæma geymsluna hjá sér og mæta með allt á Hótel Sögu, þá verður fljótlega algjört kaos. Það eru aðrir staðir þar sem er verið að taka við svona almennum gjöfum. Bæði náttúrulega Rauði krossinn með gám í Skútuvogi og í Guðrúnarvogi er tekið við fötum,“ segir hann. Ekki bara veraldlegir hlutir sem gleðja fólkið Markús Már segir að auk mataraðstoðar og öflun nauðsynjavara hafi Vesturbæingar verið duglegir að hafa samskipti við fólkið. Börn í hverfinu komi til að leika við úkraínska jafnaldra sína og fólk bjóði konunum í göngutúr og spjall. Hann segir þó að mikilvægt sé að nágrannar nálgist flóttafólkið á þeirra eigin forsendum. Um sé að ræða viðkvæman hóp sem er að koma frá stríðshrjáðu landi. „En þau virðast almennt vera ótrúlega ánægð og félagslynd og kunna að meta það að vera ekki einangrað. Þannig að það er alveg frábært,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Fólkið kom til landsins á sunnudag og hefur síðan þá verið mikil óvissa um hvar það eigi að vera. Framan af var það á flughóteli, á fimmtudag var það flutt á Ásbrú og loks kom það í Bændahöllina í gær. Markús Már Efraím Sigurðsson, sem hefur verið fólkinu innan handar síðan það kom í Vesturbæinn, segir mikla óvissu og upplýsingaskort einkenna veru fólksins hér á landi. Markús Már hefur undanfarnar vikur aðstoðað úkraínska flóttamenn hér á landi og komið að samtökum sem er verið að koma á fót til aðstoðar þeirra. Samtökin halda úti Úkraínsku flóttamannamiðstöðinni svokölluðu og eru meðal annars með félagsmiðstöð í Guðrúnartúni þar sem flóttafólk kemur að borða á kvöldin og sækir sér ýmsar nauðsynjar. Hans helsta verkefni í samtökunum er að aðstoða börn á flótta, en hann er kennari og hefur lengi vel starfað með börnum. Hann hefur nú tekið sér leyfi frá vinnu og helgar tíma sinn aðstoðinni. „Ég sá þörf á því að bjóða börnunum einhverja afþreyingu vegna þess að þessir krakkar eru ekki í skóla og þeim væntanlega leiðist á daginn, hangandi á hótelgöngum. Það er greinilega mikil þörf vegna þess að ég fór til dæmis í gær með hundrað manns í Húsdýragarðinn og grillaði pylsur, segir Markús Már. Hann segir fjölmarga hafa verið tilbúna að taka á móti börnunum, þannig hafi þau farið í Klifurhúsið, Vísindasmiðju HÍ og Arena svo fátt eitt sé nefnt. Frétti af fólkinu á Hótel Sögu og ákvað að virkja Vesturbæinga Markús Már segist hafa frétt af komu fólksins í Bændahöllina í gær og að Útlendingastofnun sé þar með minnst fimmtíu herbergi til umráða. Hann segir fólkið sem kom fyrst hafa verið í hálfgerðu losti þegar það koma í Vesturbæinn enda virtist svo vera að engin eldunar- eða þvottaaðstaða stæði þeim til boða. Því ákvað hann að stofna Facebook-hópinn Nágrannar okkar á Hótel Sögu. Seinna kom í ljós að búið var að koma upp aðstöðu fyrir fólkið en svo virðist sem ekki hafi tekist að miðla upplýsingum þess efnis til þess. Slíkur upplýsingaskortur sé viðvarandi vandamál við móttöku flóttafólks hér á landi. Vesturbæingar létu ekki segja sér tvisvar að fólkið þyrfti aðstoð og viðbrögð þeirra stóðu ekki á sér. „Fólkið í hverfinu var alveg rosalega fljótt að bregðast við, bara alveg ótrúlega. Og það var strax í gær búið að þeim kvöldmat og fólk er búið að vera að færa því mat,“ segir Markús Már. Biðlar til fólks að tæma ekki geymslur sínar Þá hefur fólk einnig gefið nauðsynjavörur en til dæmis kom fljótlega í ljós að börnin í hópnum voru illa búin til að leika sér úti í íslensku veðri. Því var komið upp kerfi þar sem fólkið getur skráð hvað vantar og nágrannar þeirra þá athugað hvort þeir lumi á til dæmis hlýrri úlpu á tíu ára barn. Það er skilvirk leið til að veita aðstoð að sögn Markúsar. Ekki gangi að fólk mæti bara með hvað sem er í Bændahöllina. „Það er rosalega góður vilji í fólki, en ef fólk fer að tæma geymsluna hjá sér og mæta með allt á Hótel Sögu, þá verður fljótlega algjört kaos. Það eru aðrir staðir þar sem er verið að taka við svona almennum gjöfum. Bæði náttúrulega Rauði krossinn með gám í Skútuvogi og í Guðrúnarvogi er tekið við fötum,“ segir hann. Ekki bara veraldlegir hlutir sem gleðja fólkið Markús Már segir að auk mataraðstoðar og öflun nauðsynjavara hafi Vesturbæingar verið duglegir að hafa samskipti við fólkið. Börn í hverfinu komi til að leika við úkraínska jafnaldra sína og fólk bjóði konunum í göngutúr og spjall. Hann segir þó að mikilvægt sé að nágrannar nálgist flóttafólkið á þeirra eigin forsendum. Um sé að ræða viðkvæman hóp sem er að koma frá stríðshrjáðu landi. „En þau virðast almennt vera ótrúlega ánægð og félagslynd og kunna að meta það að vera ekki einangrað. Þannig að það er alveg frábært,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira