Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 2. apríl 2022 16:20 Gylfi Þór Þórsteinsson segir móttöku flóttafólks hér á landi ganga vel. Vísir/Vilhelm Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 560 Úkraínumenn hafa komið hingað til lands frá upphafi stríðs. Móttaka þeirra hefur gengið vel að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, sem fer fyrir verkefninu. „Síðan erum við að útvega fólki svokölluð skjól þar sem fólk dvelst í kannski 3 til 6 mánuði áður en þau fara í faðm sveitarfélaganna sem þá útvega þeim lengri búsetu,“ segir Gylfi. Alls konar húsnæði hefur verið tekið í notkun undir flóttamennina, meðal annars nokkrir tugir herbergja á Hótel Sögu. „Það er svo sem ekki eina hótelið eða gitiheimilið eða húsnæðið sem við erum að taka. Við erum að taka mikið af húsnæði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. Við grípum allt sem við getum og er nothæft,“ segir Gylfi Þór. Þeir flóttamenn sem gefa sig fram við Útlendingastofnun fara í tímabundið úrræði á vegum hennar, sem er víða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Þá er boðið upp á húsnæði sem flóttafólkið getur verið í í þrjá til sex mánuði áður en það fer í faðm sveitarfélaganna. Hann segir sveitarfélög landsins hafa verið mjög viljug til að taka á móti fólkinu. „Það eru 26 sveitarfélög sem hafa lýst yfir áhuga á að taka við fólki og við erum í viðræðum við þau. Þetta eru samningaviðræður sem þarf að fara í og við vonumst til að vera búin að klára samninga við sveitarfélögin fyrir páska.“ Börn í minnihluta flóttafólksins Gylfi segist þá hafa fulla trú á því að atvinnurekendur í landinu taki á móti fólkinu opnum örmum. „Við vorum að auglýsa í dag bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, Vinnumálastofnun er að leita að starfstækifærum fyrir þetta fólk,“ segir Gylfi og bætir við: „Þetta er breiður hópur fólks sem hingað er kominn með mikla reynslu úr öllum stigum atvinnulífsins og gott fólk. Ég held að atvinnurekendur verði heppnir með að fá þetta fólk til vinnu,“ segir Gylfi. Hann segir koma verulega á óvart að börn séu ekki í meirihluta þessa hóps en þau eru í miklum meirihluta þeirra sem flúið hafa Úkraínu á undanförnum vikum. „Börnin eru ekki alveg jafn mörg og við bjuggumst við. Þau sem eru undir átján ára eru um 27 prósent af þessum hópi. Mest eru þetta konur en við búumst við því að þegar á líður og þegar hægist um í Póllandi að fólk sem er þar í miklum þrengslum hugsi sér til hreyfings. Þá er ekki ólíklegt að fleiri börn bætist í hópinn ásamt mæðrum sínum,“ segir Gylfi Þór Þorrsteinsson, aðgerðastjóri teymis sem skipuleggur móttöku flóttamanna hér á landi. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi. 31. mars 2022 10:29 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
560 Úkraínumenn hafa komið hingað til lands frá upphafi stríðs. Móttaka þeirra hefur gengið vel að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, sem fer fyrir verkefninu. „Síðan erum við að útvega fólki svokölluð skjól þar sem fólk dvelst í kannski 3 til 6 mánuði áður en þau fara í faðm sveitarfélaganna sem þá útvega þeim lengri búsetu,“ segir Gylfi. Alls konar húsnæði hefur verið tekið í notkun undir flóttamennina, meðal annars nokkrir tugir herbergja á Hótel Sögu. „Það er svo sem ekki eina hótelið eða gitiheimilið eða húsnæðið sem við erum að taka. Við erum að taka mikið af húsnæði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. Við grípum allt sem við getum og er nothæft,“ segir Gylfi Þór. Þeir flóttamenn sem gefa sig fram við Útlendingastofnun fara í tímabundið úrræði á vegum hennar, sem er víða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Þá er boðið upp á húsnæði sem flóttafólkið getur verið í í þrjá til sex mánuði áður en það fer í faðm sveitarfélaganna. Hann segir sveitarfélög landsins hafa verið mjög viljug til að taka á móti fólkinu. „Það eru 26 sveitarfélög sem hafa lýst yfir áhuga á að taka við fólki og við erum í viðræðum við þau. Þetta eru samningaviðræður sem þarf að fara í og við vonumst til að vera búin að klára samninga við sveitarfélögin fyrir páska.“ Börn í minnihluta flóttafólksins Gylfi segist þá hafa fulla trú á því að atvinnurekendur í landinu taki á móti fólkinu opnum örmum. „Við vorum að auglýsa í dag bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, Vinnumálastofnun er að leita að starfstækifærum fyrir þetta fólk,“ segir Gylfi og bætir við: „Þetta er breiður hópur fólks sem hingað er kominn með mikla reynslu úr öllum stigum atvinnulífsins og gott fólk. Ég held að atvinnurekendur verði heppnir með að fá þetta fólk til vinnu,“ segir Gylfi. Hann segir koma verulega á óvart að börn séu ekki í meirihluta þessa hóps en þau eru í miklum meirihluta þeirra sem flúið hafa Úkraínu á undanförnum vikum. „Börnin eru ekki alveg jafn mörg og við bjuggumst við. Þau sem eru undir átján ára eru um 27 prósent af þessum hópi. Mest eru þetta konur en við búumst við því að þegar á líður og þegar hægist um í Póllandi að fólk sem er þar í miklum þrengslum hugsi sér til hreyfings. Þá er ekki ólíklegt að fleiri börn bætist í hópinn ásamt mæðrum sínum,“ segir Gylfi Þór Þorrsteinsson, aðgerðastjóri teymis sem skipuleggur móttöku flóttamanna hér á landi.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi. 31. mars 2022 10:29 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi. 31. mars 2022 10:29
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35
Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51