Þegar upp er staðið! Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. apríl 2022 07:01 Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Heilbrigðismál Þórdís Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun