Við eigum öll rétt til náms! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. mars 2022 12:32 Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra! Á ráðstefnunni töluðu fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk um tækifærin sem þau myndu svo gjarnan vilja hafa. Tækifærin sem við öll hin höfum. Einlægnin, kjarkurinn og baráttuandi þessara frábæru einstaklinga sem hver og einn tók ákvörðun um að stíga fram skein svo sterkt í gegn. Þarna heyrðust raddirnar sem skiptir svo miklu máli að hlustað sé á. Þau sögðu reynslusögurnar sínar um vonina og þrána og hversu óskiljanlegt það er að vera ekki talin verðug þess að njóta menntakerfisins okkar. Hvers vegna í veröldinni erum við að hafna þátttöku fatlaðs fólks með þessum hætti? Á sama tíma og við höfum skuldbundið okkur til annars. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður alveg skýrt á um réttindi fatlaðs fólks til náms. Fötluð ungmenni sækja leik- og grunnskóla eins og önnur börn og langflest sækja nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. En við 20 ára aldurinn er líkt og þessir einstaklingar búi ekki lengur í sama samfélagi og áður því við tekur ekkert nema óvissa og of fá tækifæri og hverjar dyrnar lokast á eftir annarri. En við þurfum ekki að hafa þetta svona. Við getum einfaldlega breytt kerfinu okkar og gert mikið mikið betur. Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Fötluð ungmenni sem hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna. En menntakerfið skapar ekki rými fyrir alla. Bara suma. Og bara á fáum, afmörkuðum námsleiðum. Það er allt rangt við það hvernig kerfið okkar er að mæta þessum dýrmæta hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Tökum höndum saman og sköpum námstækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra! Á ráðstefnunni töluðu fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk um tækifærin sem þau myndu svo gjarnan vilja hafa. Tækifærin sem við öll hin höfum. Einlægnin, kjarkurinn og baráttuandi þessara frábæru einstaklinga sem hver og einn tók ákvörðun um að stíga fram skein svo sterkt í gegn. Þarna heyrðust raddirnar sem skiptir svo miklu máli að hlustað sé á. Þau sögðu reynslusögurnar sínar um vonina og þrána og hversu óskiljanlegt það er að vera ekki talin verðug þess að njóta menntakerfisins okkar. Hvers vegna í veröldinni erum við að hafna þátttöku fatlaðs fólks með þessum hætti? Á sama tíma og við höfum skuldbundið okkur til annars. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður alveg skýrt á um réttindi fatlaðs fólks til náms. Fötluð ungmenni sækja leik- og grunnskóla eins og önnur börn og langflest sækja nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. En við 20 ára aldurinn er líkt og þessir einstaklingar búi ekki lengur í sama samfélagi og áður því við tekur ekkert nema óvissa og of fá tækifæri og hverjar dyrnar lokast á eftir annarri. En við þurfum ekki að hafa þetta svona. Við getum einfaldlega breytt kerfinu okkar og gert mikið mikið betur. Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Fötluð ungmenni sem hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna. En menntakerfið skapar ekki rými fyrir alla. Bara suma. Og bara á fáum, afmörkuðum námsleiðum. Það er allt rangt við það hvernig kerfið okkar er að mæta þessum dýrmæta hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Tökum höndum saman og sköpum námstækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun