Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2022 06:46 Ættingi grætur yfir kistu Mykola Goryainiv, 3 ára, sem lést ásamt foreldrum sínum þegar þau reyndu að komast frá Kharkív. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Sjá meira
Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Sjá meira