Beiðni Róberts og Árna um endurupptöku á 640 milljóna dómsmáli hafnað Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 14:29 Róbert Wessman og Árni Harðarson. Samsett Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Árna Harðarsonar og Róberts Wessman um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá febrúar 2018. Þar voru þeir ásamt Magnúsi Jaroslav Magnússyni dæmdir til að greiða Matthíasi H. Johannessen, fyrrverandi viðskiptafélaga þeirra, 640 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur fyrir að hafa hlunnfarið hann í viðskiptum með óbeinan eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni. Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni.
Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent