Friðarviðræður báru engan árangur og óljóst hvort haldið verði áfram á morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. mars 2022 12:00 Viðræðurnar voru haldnar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Erdogan Tyrklandsforseti ávarpaði sendinefndirnar í upphafi fundarins. ap Friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi stóðu stutt í morgun. Þar var möguleikinn á vopnahléi ræddur og öryggistryggingar Úkraínu ræddar. Ekkert kom út úr fundinum og er óljóst hvort sendinefndir landanna haldi áfram að funda á morgun. Það andaði köldu milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna og tókst meðlimir þeirra ekki í hendur þegar þeir mættu til fundar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í tæpar þrjár vikur sem sendinefndirnar hittast í persónu til að reyna að semja um frið. Erdogan Tyrklandsforseti tók á móti og bauð þær velkomnar á fundinn. Hann sagði það í þeirra höndum að stöðva hörmungar stríðsins. „Það er öllum í hag að koma á vopnahléi og friði eins fljótt og auðið er. Við teljum að við séum komin að þeim tímapunkti þar sem við verðum að ná fram raunverulegum árangri með viðræðunum,“ sagði Erdogan þegar hann ávarpaði sendinefndirnar. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem er einna þekktastur fyrir að eiga enska knattspyrnuliðið Chelsea, var mættur á fundinn í morgun en hlutverk hans í viðræðunum er óljóst. Í gær var greint frá því að bæði Abramovich og þrír meðlimir Úkraínsku sendinefndarinnar sem mættu til friðarviðræðna í byrjun mánaðarins teldu að eitrað hefði verið fyrir sér þar. Hlutverk Abramovich í viðræðunum er óljóst en hann virðist áfjáður í að koma á friði. EPA-EFE/ANTHONY ANEX Eftir fundinn urðu þeir veikir, fór að svíða í augun og húðin að flagna af andliti og höndum þeirra. Áður en viðræðurnar hófust í dag beindi utanríkisráðherra Úkraínu því til allra viðstaddra að forðast það að drekka og borða þar og reyna að sleppa því að snerta yfirborð hluta. Enn langt í land Þrátt fyrir bjartsýni Erdogans Tyrklandsforseta við upphaf fundarins eru vestrænir stjórnmálagreinendur ekki eins vongóðir um að nefndirnar nái saman á næstunni. Enn er langt á milli þeirra; Pútín Rússlandsforseti er sagður fastur á því að bakka ekki með herlið sitt án þess að fá nokkuð af landsvæði Úkraínumanna í staðinn en Úkraínumenn segjast staðráðnir í því að láta ekkert af landi sínu af hendi. Peter Ricketts, fyrrum fulltrúi Breta í NATO, ræddi við erlenda fjölmiðla um viðræðurnar í morgun. Hann sagði afstöðu Úkraínumanna til NATO eða Evrópusambandsins ekki lykilmál í viðræðunum nú. „Aðalatriðið er hvað verði um svæðin sem rússneski herinn hefur þegar náð stjórn á. Ég hef ekki trú á því að Pútín sé tilbúinn að láta af hendi svæði eins og Mariupol þegar hann hefur náð tökum á þeim,“ sagði Ricketts. Peter Ricketts sagðist mjög skeptískur á að Pútín myndi sætta sig við að láta það landsvæði sem hann hefur unnið aftur af hendi.ap Pattstaða í stríðinu Borgin Mariupol hefur verið umsetin af Rússum nánast frá upphafi innrásarinnar og virðist nú við það að falla. Að öðru leyti virðist alger pattstaða komin upp í stríðinu. Rússar hafa lítið sem ekkert náð að sækja fram síðustu daga og Úkraínumenn náð einhverju af svæði sínu til baka. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Það andaði köldu milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna og tókst meðlimir þeirra ekki í hendur þegar þeir mættu til fundar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í tæpar þrjár vikur sem sendinefndirnar hittast í persónu til að reyna að semja um frið. Erdogan Tyrklandsforseti tók á móti og bauð þær velkomnar á fundinn. Hann sagði það í þeirra höndum að stöðva hörmungar stríðsins. „Það er öllum í hag að koma á vopnahléi og friði eins fljótt og auðið er. Við teljum að við séum komin að þeim tímapunkti þar sem við verðum að ná fram raunverulegum árangri með viðræðunum,“ sagði Erdogan þegar hann ávarpaði sendinefndirnar. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem er einna þekktastur fyrir að eiga enska knattspyrnuliðið Chelsea, var mættur á fundinn í morgun en hlutverk hans í viðræðunum er óljóst. Í gær var greint frá því að bæði Abramovich og þrír meðlimir Úkraínsku sendinefndarinnar sem mættu til friðarviðræðna í byrjun mánaðarins teldu að eitrað hefði verið fyrir sér þar. Hlutverk Abramovich í viðræðunum er óljóst en hann virðist áfjáður í að koma á friði. EPA-EFE/ANTHONY ANEX Eftir fundinn urðu þeir veikir, fór að svíða í augun og húðin að flagna af andliti og höndum þeirra. Áður en viðræðurnar hófust í dag beindi utanríkisráðherra Úkraínu því til allra viðstaddra að forðast það að drekka og borða þar og reyna að sleppa því að snerta yfirborð hluta. Enn langt í land Þrátt fyrir bjartsýni Erdogans Tyrklandsforseta við upphaf fundarins eru vestrænir stjórnmálagreinendur ekki eins vongóðir um að nefndirnar nái saman á næstunni. Enn er langt á milli þeirra; Pútín Rússlandsforseti er sagður fastur á því að bakka ekki með herlið sitt án þess að fá nokkuð af landsvæði Úkraínumanna í staðinn en Úkraínumenn segjast staðráðnir í því að láta ekkert af landi sínu af hendi. Peter Ricketts, fyrrum fulltrúi Breta í NATO, ræddi við erlenda fjölmiðla um viðræðurnar í morgun. Hann sagði afstöðu Úkraínumanna til NATO eða Evrópusambandsins ekki lykilmál í viðræðunum nú. „Aðalatriðið er hvað verði um svæðin sem rússneski herinn hefur þegar náð stjórn á. Ég hef ekki trú á því að Pútín sé tilbúinn að láta af hendi svæði eins og Mariupol þegar hann hefur náð tökum á þeim,“ sagði Ricketts. Peter Ricketts sagðist mjög skeptískur á að Pútín myndi sætta sig við að láta það landsvæði sem hann hefur unnið aftur af hendi.ap Pattstaða í stríðinu Borgin Mariupol hefur verið umsetin af Rússum nánast frá upphafi innrásarinnar og virðist nú við það að falla. Að öðru leyti virðist alger pattstaða komin upp í stríðinu. Rússar hafa lítið sem ekkert náð að sækja fram síðustu daga og Úkraínumenn náð einhverju af svæði sínu til baka.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira