Vaktin: Allt að 75 prósent herafla Rússlands sagður taka þátt í innrásinni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. mars 2022 15:30 Lík rússnesks hermanns í skógi norðvestur af Kænugarði. AP/Felipe Dana Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Atlantshafsbandalagið hafa ýtt Rússlandi út í horn með þenslustefnu sinni. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda væru á við stríðsyfirlýsingu gegn Rússum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja allt að 75 prósent herafla Rússlands koma nú að innrásinni í Úkraínu. Úkraínumenn hafa sent Rússum tillögur að friðarsakomulagi. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Þær voru lagðar fram á fundi í Istanbúl í dag. Rússar segjast ætla að draga úr umsvifum sínum í norðurhluta Úkraínu, við Kænugarð og Tsjernihiv. Það ætla þeir að gera til að einbeita sér að Donabas-héraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað bandamenn við því að óttinn geri þá samseka og segir Úkraínumenn ekki eiga að deyja vegna þess að önnur ríki hafi ekki hugrekki til að senda þeim vopn. Selenskí ræddi í gær við leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Ítalíu og Kanada. Að minnsta kosti 144 börn hafa látist í átökunum í Úkraínu og 220 særst. Þá hafa fleiri en 60 kirkjur og trúarlegar byggingar verið eyðilagðar og 733 menntastofnanir. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hyggjast senda þúsund málaliða svokallaðs Wagners-hóp inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja allt að 75 prósent herafla Rússlands koma nú að innrásinni í Úkraínu. Úkraínumenn hafa sent Rússum tillögur að friðarsakomulagi. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Þær voru lagðar fram á fundi í Istanbúl í dag. Rússar segjast ætla að draga úr umsvifum sínum í norðurhluta Úkraínu, við Kænugarð og Tsjernihiv. Það ætla þeir að gera til að einbeita sér að Donabas-héraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað bandamenn við því að óttinn geri þá samseka og segir Úkraínumenn ekki eiga að deyja vegna þess að önnur ríki hafi ekki hugrekki til að senda þeim vopn. Selenskí ræddi í gær við leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Ítalíu og Kanada. Að minnsta kosti 144 börn hafa látist í átökunum í Úkraínu og 220 særst. Þá hafa fleiri en 60 kirkjur og trúarlegar byggingar verið eyðilagðar og 733 menntastofnanir. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hyggjast senda þúsund málaliða svokallaðs Wagners-hóp inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira