Tölum um endómetríósu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. mars 2022 14:01 Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar