Röskva – fyrir framtíð háskólasamfélagsins Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir og Katrín Björk Kristjánsdóttir skrifa 23. mars 2022 08:30 Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur. Jafnrétti er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi. Þannig hafa áherslur okkar um bætt námslánakerfi skilað sér í að tveir fulltrúar stúdenta fengu, í fyrsta skipti, sæti við borðið við gerð nýs frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Nýtt kerfi hafði í för með sér jákvæðar breytingar en enn er þó langt í að sjóðurinn fullnægi hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Grunnframfærslan er enn svo lág að stúdentar ná ekki að framfleyta sér án þess að vinna með námi og á sama tíma skerðast tekjur þeirra þéni þeir yfir markið sem sjóðurinn setur. Þessari staðreynd ætlar Röskva að breyta. Menntasjóðurinn kemur líka við sögu í húsnæðismálunum, þar sem viðbótarlánið vegna húsnæðiskostnaðar er of lágt og tekur ekki mið af almennum leigumarkaði. Á síðustu 5 árum hefur vísitala leiguverðs hækkað um 40% en á sama tíma hefur lánasjóðurinn aðeins hækkað viðbótarlán vegna húsnæðis um 11%. Aðgengi að húsnæði í nærumhverfi og á viðráðanlegu verði er lykilatriði til að sporna gegn þessu og hefur Röskva t.a.m. farið fram á að byggingin Stapi, gamla Stúdentaheimilið, verði afhentur FS aftur með tilkomu Hótel Sögu og Húss Heilbrigðisvísindasviðs. Geðheilbrigðismálin hafa ekki síður verið í brennidepli en á fjórum árum hefur sálfræðingum í Háskóla Íslands fjölgað frá einum, sem starfaði þá í hálfu starfshlutfalli, upp í fjóra. Í fyrra náði skrifstofa Stúdentaráðs, í umboði Röskvu, í gegn auknum fjárframlögum í málaflokkinn vegna áhrifa faraldursins eða 45 milljónir sem hefur gert Háskóla Íslands kleift að fjölga geðheilbrigðisúrræðum. Röskva í Stúdentaráði mun halda áfram að að brýna fyrir stjórnvöldum mikilvægi bættrar geðheilbrigðisþjónustu í formi öruggrar fjármögnunar. Róttækni ræður för í þeim hagsmunamálum sem krefjast mikillar föstu, líkt og vegna atvinnuleysisbótakröfu Stúdentaráðs sem snýst einfaldlega um að allir stúdentar geti sótt sér fjárhagsaðstoðar, sökum atvinnuleysis, til jafns við annað vinnandi fólk. Eins með undirfjármögnun háskólastigsins sem hefur með sér ýmsar birtingarmyndir á borð við há skrásetningargjöld sem ekki tíðkast á hinum Norðurlöndunum, einsskiptis fjármögnunaraðgerðum í staðinn fyrir trygg fjárframlög og hreinlega ójafna skiptingu milli háskóla. Slíkt getur leitt til þess að gæði kennslu hrakar, hvatinn til úrbóta takmarkast og námsaðstoð, sértæk þjónusta og námsframboð verði ábótavant. Róttækni felur í sér að gripið sé til markvissa aðgerða, sem er t.a.m. þarft í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. Þar hefur Röskva verið leiðandi með því að stórauka vegan úrvalið í Hámu í samstarfi við FS, tryggja Háskóla Íslands grænfána viðurkenningu tvö ár í röð og halda U-passanum, samgöngukorti fyrir stúdenta, til streitu. Við viljum enn grænni háskóla og höfum nú þegar hafist handa við að fá inn á svæðið lágvöruverðsverslun og munum áfram beita okkur fyrir heilsugæslu, þannig að stúdentar hafi aðgang að grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Heiðarleiki er einkennandi fyrir störf Röskvu. Við leggjum mikið upp úr gagnsæum, vönduðum og skýrum vinnubrögðum vegna þess að hagsmunabarátta stúdenta snýst um að standa vörð um allt það sem snertir okkur sem einstaklingar. Hún er í eðli sínu pólitísk sem þýðir að stúdentar geti ekki verið hlutlausir hagaðilar, því árangri er ekki náð ef baráttan er einungis innan veggja skólans. Í Stúdentaráði og háskólaráði hefur Röskva sýnt fram á að hugsjónin um jöfn tækifæri eigi að vera í fyrirrúmi og að það sé hlutverk okkar allra að láta okkur málefnin varða. Röskva hefur leitt til breytinga og er hvergi nær hætt. Höfundar eru á lista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 23. og 24. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur. Jafnrétti er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi. Þannig hafa áherslur okkar um bætt námslánakerfi skilað sér í að tveir fulltrúar stúdenta fengu, í fyrsta skipti, sæti við borðið við gerð nýs frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Nýtt kerfi hafði í för með sér jákvæðar breytingar en enn er þó langt í að sjóðurinn fullnægi hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Grunnframfærslan er enn svo lág að stúdentar ná ekki að framfleyta sér án þess að vinna með námi og á sama tíma skerðast tekjur þeirra þéni þeir yfir markið sem sjóðurinn setur. Þessari staðreynd ætlar Röskva að breyta. Menntasjóðurinn kemur líka við sögu í húsnæðismálunum, þar sem viðbótarlánið vegna húsnæðiskostnaðar er of lágt og tekur ekki mið af almennum leigumarkaði. Á síðustu 5 árum hefur vísitala leiguverðs hækkað um 40% en á sama tíma hefur lánasjóðurinn aðeins hækkað viðbótarlán vegna húsnæðis um 11%. Aðgengi að húsnæði í nærumhverfi og á viðráðanlegu verði er lykilatriði til að sporna gegn þessu og hefur Röskva t.a.m. farið fram á að byggingin Stapi, gamla Stúdentaheimilið, verði afhentur FS aftur með tilkomu Hótel Sögu og Húss Heilbrigðisvísindasviðs. Geðheilbrigðismálin hafa ekki síður verið í brennidepli en á fjórum árum hefur sálfræðingum í Háskóla Íslands fjölgað frá einum, sem starfaði þá í hálfu starfshlutfalli, upp í fjóra. Í fyrra náði skrifstofa Stúdentaráðs, í umboði Röskvu, í gegn auknum fjárframlögum í málaflokkinn vegna áhrifa faraldursins eða 45 milljónir sem hefur gert Háskóla Íslands kleift að fjölga geðheilbrigðisúrræðum. Röskva í Stúdentaráði mun halda áfram að að brýna fyrir stjórnvöldum mikilvægi bættrar geðheilbrigðisþjónustu í formi öruggrar fjármögnunar. Róttækni ræður för í þeim hagsmunamálum sem krefjast mikillar föstu, líkt og vegna atvinnuleysisbótakröfu Stúdentaráðs sem snýst einfaldlega um að allir stúdentar geti sótt sér fjárhagsaðstoðar, sökum atvinnuleysis, til jafns við annað vinnandi fólk. Eins með undirfjármögnun háskólastigsins sem hefur með sér ýmsar birtingarmyndir á borð við há skrásetningargjöld sem ekki tíðkast á hinum Norðurlöndunum, einsskiptis fjármögnunaraðgerðum í staðinn fyrir trygg fjárframlög og hreinlega ójafna skiptingu milli háskóla. Slíkt getur leitt til þess að gæði kennslu hrakar, hvatinn til úrbóta takmarkast og námsaðstoð, sértæk þjónusta og námsframboð verði ábótavant. Róttækni felur í sér að gripið sé til markvissa aðgerða, sem er t.a.m. þarft í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. Þar hefur Röskva verið leiðandi með því að stórauka vegan úrvalið í Hámu í samstarfi við FS, tryggja Háskóla Íslands grænfána viðurkenningu tvö ár í röð og halda U-passanum, samgöngukorti fyrir stúdenta, til streitu. Við viljum enn grænni háskóla og höfum nú þegar hafist handa við að fá inn á svæðið lágvöruverðsverslun og munum áfram beita okkur fyrir heilsugæslu, þannig að stúdentar hafi aðgang að grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Heiðarleiki er einkennandi fyrir störf Röskvu. Við leggjum mikið upp úr gagnsæum, vönduðum og skýrum vinnubrögðum vegna þess að hagsmunabarátta stúdenta snýst um að standa vörð um allt það sem snertir okkur sem einstaklingar. Hún er í eðli sínu pólitísk sem þýðir að stúdentar geti ekki verið hlutlausir hagaðilar, því árangri er ekki náð ef baráttan er einungis innan veggja skólans. Í Stúdentaráði og háskólaráði hefur Röskva sýnt fram á að hugsjónin um jöfn tækifæri eigi að vera í fyrirrúmi og að það sé hlutverk okkar allra að láta okkur málefnin varða. Röskva hefur leitt til breytinga og er hvergi nær hætt. Höfundar eru á lista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 23. og 24. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun