Vatnið – Lífæð þjóðar Jón Trausti Kárason skrifar 22. mars 2022 09:00 22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun