Vaktin: Krefjast uppgjafar Maríupól Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. mars 2022 16:30 Eyðileggingin í Maríupól er gríðarleg. Stringer/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira