Fær rétt á bílastæði í Þingholtunum eftir baráttu fyrir dómstólum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2022 20:48 Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi eignarrétt mannsins yfir bílastæðinu umdeilda. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag eignarrétt eiganda íbúðar að bílastæði við íbúðarhús hans í Þingholtunum í Reykjavík. Ágreiningur í málinu sneri að því hvort umrætt bílastæði væri sameign allra eigenda íbúða í húsinu eða hvort hún fylgdi íbúð mannsins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 1983 og í því séu þrjár íbúðir, ein á hverri hæð. Maðurinn, sem er eigandi íbúðarinnar á þriðju hæð, stefndi eigendum hinna íbúðanna til viðurkenningar á eignarrétti sínum yfir umræddu bílastæði. Þá kemur fram að í afsali fyrir íbúðinni á þriðju hæð, sem fylgir risíbúð á fjórðu hæð, hafi komið fram að íbúðinni fylgdi ýmislegt, þar á meðal bílastæði við norðvesturgafl hússins. Kaupsaga íbúðarinnar er rakin í dóminum en í söluyfirliti hennar árið 2019 kemur fram að eigninni fylgi sér bílastæði. Maðurinn byggði málatilbúnað sinn meðal annars á því að upphaflegir eigendur alls hússins hefði ákveðið að umrætt bílastæði skyldi fylgja íbúð hans, og að fyrstu samningar um sölu íbúðanna bæru það með sér. Þá hafi enginn ágreiningur ríkt um bílastæðið frá sölu íbúðanna 1984 þar til í ársbyrjun 2019. Eins kæmi fram í söluyfirliti íbúðarinnar að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Í dóminum kemur einnig fram að stefndu, eigendur hinna íbúðanna, hafi boðið manninum að kaupa hlut þeirra í bílastæðinu, eftir að ágreiningur um það reis upp. Því hafnaði maðurinn hins vegar og taldi sig ekki þurfa að kaupa það sem hann ætti. Til vara byggði maðurinn kröfu sína um viðurkenningu á eignarrétti á meira en 20 ára óslitnu og óumdeildu eignarhaldi eigenda íbúðarinnar á bílastæðinu, og því hefði eignarréttur eiganda íbúðarinnar stofnast fyrir hefð. Sögðu manninn þurfa að sanna eignarréttinn Eigendur íbúðanna á annarri og fyrstu töldu hins vegar að bílastæðið væri sameign allra eigenda í húsinu og mótmæltu því að maðurinn ætti beinan eignarrétt að því, eða sérafnotarétt, sem varakrafa mannsins var byggð á. Byggði það meðal annars á því að í eignaskiptayfirlýsingu hússins frá 1984 kæmi ekki fram að bílastæðið, eða aðrir hlutar lóðarinnar, væru í séreign ákveðinna íbúða. Þá byggðu stefndu á ákvæðum laga um fjöleignarhús um að bílastæði á lóð fjöleignarhúss séu sameiginleg og óskipt, nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Því væri sönnunarbyrði fyrir eignarrétti mannsins yfir bílastæðinu á hans eigin herðum. Þá töldu stefndu meðal annars að ef samkomulag um bílastæðið hefði verið gert á sínum tíma hefði ekki verið staðið að því með formlegum eða réttum hætti og það því ekki gilt. Eins væru eigendur annarra íbúða í húsinu óbundnir af samningum tengdum sölu íbúðarinnar á þriðju hæð, og afsöl milli kaupenda og seljenda gætu ekki skapað afsalshafa betri rétt en seljandi átti fyrir. Taldi manninn hafa sannað eignarréttinn Í niðurstöðu héraðsdóms er rakinn framburður vitna í málinu, meðal annars fyrri eigenda íbúðarinnar á þriðju hæð. Sagði eitt vitnið að það hefði haft áhrif við kaupin á íbúðinni að bílastæði fylgdi með íbúðinni og enginn ágreiningur hafi verið uppi um að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Annað vitni, sem seldi íbúðina árið 2019, bar svo við að bílastæðið hefði fylgt með íbúðinni. Þegar hann hafi látið eiganda íbúðarinnar á annarri hæð vita af fyrirhugaðri sölu hafi viðkomandi haft orð á því að bílastæðið væri sameign, en vitnið neitað því. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem eignarhald bílastæðisins hefði borið á góma. Eigandi íbúðarinnar á annarri hæð sagði hins vegar að meint sameign íbúa í húsinu á stæðinu hefði verið rædd áður, án árangurs. Að lokum taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að sýnt hefði verið fram á að bílastæðið hefði fylgt íbúð þriðju hæðar hússins frá byggingu þess. Eignarhald stæðisins hefði ekki færst annað og stæðið aldrei verið undanskilið íbúðinni við eigendaskipti. Taldi dómurinn því nægilega sýnt fram á að stæðið fylgdi íbúðinni, og beinn eignarréttur mannsins á þriðju hæð yfir stæðinu því viðurkenndur með dómi. Bílastæði Reykjavík Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Í dómi héraðsdóms kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 1983 og í því séu þrjár íbúðir, ein á hverri hæð. Maðurinn, sem er eigandi íbúðarinnar á þriðju hæð, stefndi eigendum hinna íbúðanna til viðurkenningar á eignarrétti sínum yfir umræddu bílastæði. Þá kemur fram að í afsali fyrir íbúðinni á þriðju hæð, sem fylgir risíbúð á fjórðu hæð, hafi komið fram að íbúðinni fylgdi ýmislegt, þar á meðal bílastæði við norðvesturgafl hússins. Kaupsaga íbúðarinnar er rakin í dóminum en í söluyfirliti hennar árið 2019 kemur fram að eigninni fylgi sér bílastæði. Maðurinn byggði málatilbúnað sinn meðal annars á því að upphaflegir eigendur alls hússins hefði ákveðið að umrætt bílastæði skyldi fylgja íbúð hans, og að fyrstu samningar um sölu íbúðanna bæru það með sér. Þá hafi enginn ágreiningur ríkt um bílastæðið frá sölu íbúðanna 1984 þar til í ársbyrjun 2019. Eins kæmi fram í söluyfirliti íbúðarinnar að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Í dóminum kemur einnig fram að stefndu, eigendur hinna íbúðanna, hafi boðið manninum að kaupa hlut þeirra í bílastæðinu, eftir að ágreiningur um það reis upp. Því hafnaði maðurinn hins vegar og taldi sig ekki þurfa að kaupa það sem hann ætti. Til vara byggði maðurinn kröfu sína um viðurkenningu á eignarrétti á meira en 20 ára óslitnu og óumdeildu eignarhaldi eigenda íbúðarinnar á bílastæðinu, og því hefði eignarréttur eiganda íbúðarinnar stofnast fyrir hefð. Sögðu manninn þurfa að sanna eignarréttinn Eigendur íbúðanna á annarri og fyrstu töldu hins vegar að bílastæðið væri sameign allra eigenda í húsinu og mótmæltu því að maðurinn ætti beinan eignarrétt að því, eða sérafnotarétt, sem varakrafa mannsins var byggð á. Byggði það meðal annars á því að í eignaskiptayfirlýsingu hússins frá 1984 kæmi ekki fram að bílastæðið, eða aðrir hlutar lóðarinnar, væru í séreign ákveðinna íbúða. Þá byggðu stefndu á ákvæðum laga um fjöleignarhús um að bílastæði á lóð fjöleignarhúss séu sameiginleg og óskipt, nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Því væri sönnunarbyrði fyrir eignarrétti mannsins yfir bílastæðinu á hans eigin herðum. Þá töldu stefndu meðal annars að ef samkomulag um bílastæðið hefði verið gert á sínum tíma hefði ekki verið staðið að því með formlegum eða réttum hætti og það því ekki gilt. Eins væru eigendur annarra íbúða í húsinu óbundnir af samningum tengdum sölu íbúðarinnar á þriðju hæð, og afsöl milli kaupenda og seljenda gætu ekki skapað afsalshafa betri rétt en seljandi átti fyrir. Taldi manninn hafa sannað eignarréttinn Í niðurstöðu héraðsdóms er rakinn framburður vitna í málinu, meðal annars fyrri eigenda íbúðarinnar á þriðju hæð. Sagði eitt vitnið að það hefði haft áhrif við kaupin á íbúðinni að bílastæði fylgdi með íbúðinni og enginn ágreiningur hafi verið uppi um að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Annað vitni, sem seldi íbúðina árið 2019, bar svo við að bílastæðið hefði fylgt með íbúðinni. Þegar hann hafi látið eiganda íbúðarinnar á annarri hæð vita af fyrirhugaðri sölu hafi viðkomandi haft orð á því að bílastæðið væri sameign, en vitnið neitað því. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem eignarhald bílastæðisins hefði borið á góma. Eigandi íbúðarinnar á annarri hæð sagði hins vegar að meint sameign íbúa í húsinu á stæðinu hefði verið rædd áður, án árangurs. Að lokum taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að sýnt hefði verið fram á að bílastæðið hefði fylgt íbúð þriðju hæðar hússins frá byggingu þess. Eignarhald stæðisins hefði ekki færst annað og stæðið aldrei verið undanskilið íbúðinni við eigendaskipti. Taldi dómurinn því nægilega sýnt fram á að stæðið fylgdi íbúðinni, og beinn eignarréttur mannsins á þriðju hæð yfir stæðinu því viðurkenndur með dómi.
Bílastæði Reykjavík Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira