Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2022 14:11 Reykjahlíð í Mývatnssveit er einn af byggðarkjörnunum sem mynda hið nýja sveitarfélag. Vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mun sameiningin taka gildi þegar ný sveitarstjórn tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá verður til stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, rétt rúmlega tólf þúsund ferkílómetrar að stærð með rúmlega 1.300 íbúa. Teymið sjái um að halda á boltunum Samkvæmt staðfestri samþykkt um stjórn hins sameinaða sveitarfélags er ekki gert ráð fyrir að ráðinn verði einn sveitarstjóri til að sjá um framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, eins og venjan hefur verið hingað til í sveitarfélögum landsins. Ferðamennska leikur lykilhlutverk í atvinnumálum hins nýja sveitarfélags.Vísir/Vilhelm Þess í stað er reiknað með að þrír sviðsstjórar sem muni fara með stjórn stjórnsýslusviðs, fjölskyldusviðs og nýsköpunarsviðs myndi framkvæmdastjórn ásamt einum kjörnum fulltrúa sem valinn er af sveitarstjórn. Í samþykktinni segir að sveitarstjórn muni veita sviðsstjórnum þremur umboð til að leiða verkefni sveitarfélagsins. „Í grundvallaratriðum þá fer þessi framkvæmdastjórn sameiginlega með þessi verkefni sem framkvæmdastjórinn væri jafnan ábyrgur fyrir,“ segir Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, um hið nýja fyrirkomulag í samtali við Vísi. „Í staðinn fyrir að vera með einn sem á að halda á öllum boltunum þá sé þetta teymishugsun,“ segir hann. Mývatn, ein helsta náttúruperla landsins, er í hinu nýja sveitarfélagi.Vísir/Vilhelm. „Ef maður ber þetta saman við hefðbundið skipulag sveitarfélag af þessari stærðargráðu sem yrði þá sveitarstjórn, byggðaráð, framkvæmdastjóri, sviðsstjórar þá ertu með miklu færri hæðir,“ segir Helgi en vonast er til þess að hið nýja skipurit tryggi skjótari boðleiðir, virkara samtal og skýrari línur í stjórn sveitarfélagsins. Hlutverk sviðsstjóranna og framkvæmdastjórnarinnar verður, líkt og í öðrum sveitarfélögum þar sem sveitarstjóri er ráðinn, að framfylgja þeirri stefnu sem ákveðin er af kjörnum fulltrúum sem mynda sveitarstjórn sveitarfélagsins. Fleiri fulltrúar en íbúafjöldinn segir til um Innviðaráðuneytið hefur jafn framt samþykkt að níu fulltrúar muni sitja í sveitarstjórn í stað sjö eins og ætti að vera miðað við íbúafjölda sveitarfélagisns, sem eins og fyrr segir verður gríðarlega víðfeðmt. „Þetta sveitarfélag er feykilega stórt að flatarmáli. Það að fulltrúarnir séu fleiri auka þá líkurnar á því að það séu raddir af öllu svæðinu,“ segir Helgi. Skoðað var hvort að fýsislegt væri að vera með heimastjórnir eins og í Múlaþingien ákveðið var þess í stað að óska eftir því að fá fleiri fulltrúa í eina sveitarstjórn. „Við ákvaðum að fara þá leið í staðinn fyrir að vera með heimastjórnir sem við mátum að gætu beinlínis unnið gegn markmiðunum um fulla sameiningu, að vera þá með fjölmennari sveitarstjórn til að auka fjölbreytnina í sveitarstjórninni,“ segir Helgi. Nýkjörin sveitarstjórn ákveður nafnið Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar. Mun það vera hlutverk nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum kosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið mun heita. Í apríl verða þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnum á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. „Menn eru þá komnir með almennan vilja íbúana með hvaða nafn menn vilja og einfaldi þá ákvörðun fyrir nýja sveitarstjórn en hún vissulega getur farið sínar eigin leiðir í þessu.“ Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mun sameiningin taka gildi þegar ný sveitarstjórn tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá verður til stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, rétt rúmlega tólf þúsund ferkílómetrar að stærð með rúmlega 1.300 íbúa. Teymið sjái um að halda á boltunum Samkvæmt staðfestri samþykkt um stjórn hins sameinaða sveitarfélags er ekki gert ráð fyrir að ráðinn verði einn sveitarstjóri til að sjá um framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, eins og venjan hefur verið hingað til í sveitarfélögum landsins. Ferðamennska leikur lykilhlutverk í atvinnumálum hins nýja sveitarfélags.Vísir/Vilhelm Þess í stað er reiknað með að þrír sviðsstjórar sem muni fara með stjórn stjórnsýslusviðs, fjölskyldusviðs og nýsköpunarsviðs myndi framkvæmdastjórn ásamt einum kjörnum fulltrúa sem valinn er af sveitarstjórn. Í samþykktinni segir að sveitarstjórn muni veita sviðsstjórnum þremur umboð til að leiða verkefni sveitarfélagsins. „Í grundvallaratriðum þá fer þessi framkvæmdastjórn sameiginlega með þessi verkefni sem framkvæmdastjórinn væri jafnan ábyrgur fyrir,“ segir Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, um hið nýja fyrirkomulag í samtali við Vísi. „Í staðinn fyrir að vera með einn sem á að halda á öllum boltunum þá sé þetta teymishugsun,“ segir hann. Mývatn, ein helsta náttúruperla landsins, er í hinu nýja sveitarfélagi.Vísir/Vilhelm. „Ef maður ber þetta saman við hefðbundið skipulag sveitarfélag af þessari stærðargráðu sem yrði þá sveitarstjórn, byggðaráð, framkvæmdastjóri, sviðsstjórar þá ertu með miklu færri hæðir,“ segir Helgi en vonast er til þess að hið nýja skipurit tryggi skjótari boðleiðir, virkara samtal og skýrari línur í stjórn sveitarfélagsins. Hlutverk sviðsstjóranna og framkvæmdastjórnarinnar verður, líkt og í öðrum sveitarfélögum þar sem sveitarstjóri er ráðinn, að framfylgja þeirri stefnu sem ákveðin er af kjörnum fulltrúum sem mynda sveitarstjórn sveitarfélagsins. Fleiri fulltrúar en íbúafjöldinn segir til um Innviðaráðuneytið hefur jafn framt samþykkt að níu fulltrúar muni sitja í sveitarstjórn í stað sjö eins og ætti að vera miðað við íbúafjölda sveitarfélagisns, sem eins og fyrr segir verður gríðarlega víðfeðmt. „Þetta sveitarfélag er feykilega stórt að flatarmáli. Það að fulltrúarnir séu fleiri auka þá líkurnar á því að það séu raddir af öllu svæðinu,“ segir Helgi. Skoðað var hvort að fýsislegt væri að vera með heimastjórnir eins og í Múlaþingien ákveðið var þess í stað að óska eftir því að fá fleiri fulltrúa í eina sveitarstjórn. „Við ákvaðum að fara þá leið í staðinn fyrir að vera með heimastjórnir sem við mátum að gætu beinlínis unnið gegn markmiðunum um fulla sameiningu, að vera þá með fjölmennari sveitarstjórn til að auka fjölbreytnina í sveitarstjórninni,“ segir Helgi. Nýkjörin sveitarstjórn ákveður nafnið Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar. Mun það vera hlutverk nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum kosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið mun heita. Í apríl verða þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnum á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. „Menn eru þá komnir með almennan vilja íbúana með hvaða nafn menn vilja og einfaldi þá ákvörðun fyrir nýja sveitarstjórn en hún vissulega getur farið sínar eigin leiðir í þessu.“
Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira