Gjaldmiðlar kynjanna Alexandra Ýr van Erven skrifar 15. mars 2022 11:01 Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Jafnréttismál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar