Við höfum þegar framkvæmt það sem aðrir lofa að gera Ó. Ingi Tómasson skrifar 15. mars 2022 08:30 Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur. Uppbygging þróunarreita Á þessu kjörtímabili var m.a. samþykkt Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði, unnið er að deiliskipulagi fyrir Óseyrarsvæði þar sem gert er ráð fyrir um 700 íbúðum ásamt verslun og þjónustu. Á Flensborgarsvæðið kemur eitt stykki Tækniskóli, búið er að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna skólans. Á Hraunum Vestur var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir allt hverfið þar sem gert er ráð fyrir 2800 íbúðum og fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir um 490 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Fulltrúar Samfylkingunnar greiddu atkvæði gegn þessari uppbyggingu, sama og þeir gerðu við skipulag Hafró hússins við Fornubúðir. Það sem Fulltrúar Samfylkingarinnar lofa að gera er að úthluta lóðum á þessum svæðum, þ.e. Óseyrarsvæði, slippsvæði og Hraunum Vestur. Eins og allir vita er ýmis starfsemi á þessum svæðum, hús eru í notkun og í gildi lóðaleigusamningar. Samfylking virðist því ætla í eignarupptöku á þessum svæðum til að geta úthlutað lóðunum. Það sem Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert er að vinna með lóðarhöfum um lausn mála sem uppbygging á þessum svæðum kallar á, afrakstur þeirrar vinnu er að stutt er í uppbyggingu á þessum svæðum og verður t.d. byrjað að byggja á svokölluðum Trefjareit á Hraunum Vestur í vor. Auk þessa er uppbygging hafin á nokkrum þróunarreitum í bænum. Önnur uppbygging Það sem hefur farið fram hjá fulltrúum Samfylkingarinnar er kröftug uppbygging í Skarðshlíð, úthlutun á síðasta ári í Hamranesi, þar voru úthlutaðar lóðir undir 1700 íbúðir í fjölbýli og uppbygging þar á fullum krafti, útboð á lóð á Ásvöllum undir 110 íbúðir, deiliskipulag samþykkt undir 200 íbúðir í Selhrauni Suður og samþykkt deiliskipulag fyrir Ásland 4 fyrir 550 íbúðir í sérbýli, þar mun úthlutun fara fram í vor. Samtals liggur fyrir skipulag fyrir 7000 íbúðir sem rúma 17000 íbúa. Um þessa uppbyggingu má lesa nánar á: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/hafnarfjordur-staekkar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þegar framkvæmt það sem Samfylkingin lofar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður skipulags- og byggingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur. Uppbygging þróunarreita Á þessu kjörtímabili var m.a. samþykkt Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði, unnið er að deiliskipulagi fyrir Óseyrarsvæði þar sem gert er ráð fyrir um 700 íbúðum ásamt verslun og þjónustu. Á Flensborgarsvæðið kemur eitt stykki Tækniskóli, búið er að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna skólans. Á Hraunum Vestur var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir allt hverfið þar sem gert er ráð fyrir 2800 íbúðum og fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir um 490 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Fulltrúar Samfylkingunnar greiddu atkvæði gegn þessari uppbyggingu, sama og þeir gerðu við skipulag Hafró hússins við Fornubúðir. Það sem Fulltrúar Samfylkingarinnar lofa að gera er að úthluta lóðum á þessum svæðum, þ.e. Óseyrarsvæði, slippsvæði og Hraunum Vestur. Eins og allir vita er ýmis starfsemi á þessum svæðum, hús eru í notkun og í gildi lóðaleigusamningar. Samfylking virðist því ætla í eignarupptöku á þessum svæðum til að geta úthlutað lóðunum. Það sem Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert er að vinna með lóðarhöfum um lausn mála sem uppbygging á þessum svæðum kallar á, afrakstur þeirrar vinnu er að stutt er í uppbyggingu á þessum svæðum og verður t.d. byrjað að byggja á svokölluðum Trefjareit á Hraunum Vestur í vor. Auk þessa er uppbygging hafin á nokkrum þróunarreitum í bænum. Önnur uppbygging Það sem hefur farið fram hjá fulltrúum Samfylkingarinnar er kröftug uppbygging í Skarðshlíð, úthlutun á síðasta ári í Hamranesi, þar voru úthlutaðar lóðir undir 1700 íbúðir í fjölbýli og uppbygging þar á fullum krafti, útboð á lóð á Ásvöllum undir 110 íbúðir, deiliskipulag samþykkt undir 200 íbúðir í Selhrauni Suður og samþykkt deiliskipulag fyrir Ásland 4 fyrir 550 íbúðir í sérbýli, þar mun úthlutun fara fram í vor. Samtals liggur fyrir skipulag fyrir 7000 íbúðir sem rúma 17000 íbúa. Um þessa uppbyggingu má lesa nánar á: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/hafnarfjordur-staekkar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þegar framkvæmt það sem Samfylkingin lofar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður skipulags- og byggingarráðs.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar