Verkin tala Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. mars 2022 17:01 Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar