Karen í Kópavogi kærð til Persónuverndar Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2022 08:00 Landsþekktir lögmenn koma að málum en Karen er sökuð um að hafa brotið persónuverndarlög með að dreifa upplýsingum um trúnaðarmann innan Sjálfstæðisflokksins, gögn sem Sveinn Andri aflaði fyrir föður hennar Halldór Jónsson kenndan við Moggabloggið. Ómar er lögmaður Karenar og hafnar því alfarið að hún hafi brotið á rétti téðs einstaklings. Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem sækist eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, hefur verið kærð af trúnaðarmanni innan flokksins til Persónuverndar vegna dreifingar á gögnum um nefndan trúnaðarmann. Prófkjörshitinn í Kópavogi er orðinn mikill þar sem Karen Elísabet er í hörðum slag um oddvitasæti Sjálfstæðismanna við Ásdísi Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Eins og fram hefur komið hefur Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og foringi þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi dregið sig í hlé. Og þá opnast dyr en eins og Innherji hefur greint frá er bæjarstjórastóllinn í Kópavogi einn sá eftirsóttasti. Prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi lýkur á laugardaginn. Karen komst yfir upplýsingar um að tiltekinn einstaklingur innan Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, sem er í stuðningsmannaliði Ásdísar, en sá hefur gengt margvíslegum trúnaðarstörfum á hans vegum, sé á vanskilaskrá. Karen hefur dreift þeim upplýsingum en Persónuvernd kynni að hafa eitt og annað við það að athuga en umræddur einstaklingur hefur vísað málinu þangað. Hæpnir lögvarðir hagsmunir Þessi mál hennar, föður hennar Halldórs Jónssonar verkfræðings, sem meðal annars var í bakvarðarsveit Gunnars heitins Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi en Halldór hefur einatt verið kenndur við Moggablogg svokallað þar sem hann hefur birt umdeilda pistla og svo Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns eru til skoðunar hjá Persónuvernd. Halldór Jónsson verkfræðingur hefur lengi verið áhrifamaður í pólitíkinni í Kópavogi. En þekktastur er hann fyrir umdeild bloggskrif sín. Hann fékk Svein Andra til að kanna skuldastöðu tiltekins einstaklings og ýtti síðan upplýsingunum til dóttur sinnar Karenar sem dreifði þeim svo. Sveinn Andri sótti upplýsingar fyrir umbjóðanda sinn, sem er Halldór, með því að slá téðum einstaklingi upp hjá Creditinfo, afhenda Halldóri þær sem svo kom þeim til dóttur sinnar sem dreifði þeim víðar. Á þeim forsendum að upplýsingarnar eigi fullt erindi til almennings. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum telur Creditinfo að Reykvískir lögmenn, stofa Sveins Andra, hafa brotið gegn áskriftarskilmálum fyrirtækisins og lokaði aðgangi Sveins Andra vegna misnotkunar. „Hafi lögvarðir hagsmunir verið til staðar þegar uppfletting er framkvæmd er áskrifanda ekki heimilt að afhenda þriðja aðila upplýsingar úr vanskilaskrá fyrirtækisins og ber ábyrgð á því að öryggi og meðferð upplýsinga sem hann aflar sé tryggt,“ segir í bréfi sem Creditinfo sendi Persónuvernd vegna málsins. Sveinn Andri í skammarkrókinn hjá Creditinfo Samkvæmt því gat Sveinn Andri ekki gefið fullnægjandi upplýsingar um hvaða lögvörðu hagsmunir lágu að baki uppflettingunni sem voru að beiðni Halldórs Jónssonar, meðstjórnanda og raunverulegs eiganda Þorra ehf. fasteignafélags. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir það rétt, að hann hafi verið settur í skammarkrókinn tímabundið hjá Creditinfo vegna brota á skilmálum er varðar meðferð upplýsinga. Hann var sviptur aðgangi að uppýsingum Creditinfo um tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Málið snerist upphaflega um hvort téður trúnaðarmaður sem á sér telur brotið væri hæfur til að sitja í stjórn þess félags sem hefur með umsýslu eigna Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að gera. Samkvæmt ársreikningi voru rekstrartekjur þar fyrir árið 2020 tæpar fjórar milljónir. Sveinn Andri segist ekkert hafa um málið að segja í samtali við Vísi. „Ég kannaði upplýsingar hjá Creditinfo fyrir skjólstæðing minn í samræmi við það sem ég taldi heimilt. Cretitinfo setti mig í skammarkrókinn tímabundið vegna þess að upplýsingarnar fóru í dreifingu en ég hef ekkert með það að gera,“ segir Sveinn Andri. Hann segist ekki hafa fengið neitt erindi frá Persónuvernd vegna málsins. Vísir hefur sent fyrirspurn til Persónuverndar til að grennslast fyrir um hvar málið sé á vegi statt en ekki borist svör enn sem komið er. Áskilur sér allan rétt til að dreifa upplýsingunum víðar Málið kom upp í ágúst í fyrra. Afstaða Karenar í málinu er einörð og birtist í bréfi sem Ómar R. Valdimarsson lögmaður hennar sendi til lögmanns trúnaðarmannsins sem kvartar undan því að brotið hafi verið á sér, svari við sáttarboði. Ómar R. Valdimarsson lögmaður Karenar hafnar því alfarið að hún hafi brotið persónuverndarlög á téðum einstaklingi.aðsend En bréfið sendi Ómar í nóvember í fyrra: „Vegna eðli þeirra upplýsinga sem um ræðir er það mat umbj. okkar [Karenar Elísabetar] að það liggi í augum uppi að umfjöllunin lýtur að efni sem á erindi til almennings. Af þeim sökum hafi umbj. okkar ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsissins, einkum í ljósi þess að umbj. yðar telst óneitanlega vera opinber persóna, enda gegnir hann trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokk.“ Persónuvernd gæti haft sitthvað við þessi sjónarmið að athuga en málið er, sem fyrr segir, þar til umfjöllunar. Í bréfi Ómars kemur jafnframt fram að Karen áskilji sér allan rétt til að vekja fleiri aðila svo sem almennra kjósenda í sveitarfélaginu á viðskiptasögu téðs aðila. Karen kona sem standi í lappirnar Karen sjálf sagðist í samtali við Vísi ekki vera í þeirri stöðu að geta rætt málið núna og vísaði öllum spurningu, svo sem hvers vegna hún hafi viljað dreifa þessum upplýsingum og til hversu margra, til lögmanns síns. Karen eftirlét lögmanni sínum Ómari að svara fyrir málið. En hún telur að kosningabaráttan í Kópavogi hafi farið prúðmannlega fram. Hún sagði að henni væri ekki kunnugt um að málið væri komið til Persónuverndar og taldi að prófkjörsbaráttan í Kópavogi væri prúðmannleg. Ómar, lögmaður Karenar, er afdráttarlaus í samtali við Vísi. Hann telur tímasetningu þess að málið komi upp núna enga tilviljun: „Því er alfarið hafnað að Karen hafi brotið gegn réttindum þessa tiltekna einstaklings. Og það verður að teljast mjög undarlegt, eða að minnsta kosti áhugavert, að einhverjir aðilar sjái sér hag í því að draga þetta mál fram á þessum tímapunkti, rétt fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.“ En það sé vindhögg: „Það er hins vegar lítið á því að græða fyrir andstæðinga Karenar í pólitík að veifa þessu tré því þetta mál sýnir svo ekki verður um villst að Karen er kona sem stendur í lappirnar og ver þá hagsmuni sem henni er falið að gæta með kjafti og klóm,“ segir Ómar hinn harðasti. ... Uppfært 13:05 Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri eftirlits Persónuverndar staðfestir í samtali við Vísi að stofnuninni barst nýverið kvörtun vegna þessar miðlunar upplýsinga. Hún segir spurð ekki geta sagt til um hvenær niðurstöðu sé að vænta. „Nú er það þannig að það er mikill málafjöldi hjá Persónuvernd til meðferðar. Málsmeðferðartími kvartana til Persónuverndar er áætlaður allt að 18 mánuðir en það getur farið eftir umfangi hvers máls. Þessi kvörtun er til meðferðar og bíður rannsóknar,“ segir Helga Sigríður. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Persónuvernd Tengdar fréttir Ásdís hættir hjá SA og vill verða bæjarstjóri Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja. 30. janúar 2022 09:52 Karen Elísabet vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi Karen Elísabet Halldórsdóttir sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars. Hún hefur starfað þar sem bæjarfulltrúi síðastliðin átta ár. 27. janúar 2022 12:37 Stokkað upp hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi Útlit er fyrir talsverða endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. 24. janúar 2022 18:01 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Prófkjörshitinn í Kópavogi er orðinn mikill þar sem Karen Elísabet er í hörðum slag um oddvitasæti Sjálfstæðismanna við Ásdísi Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Eins og fram hefur komið hefur Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og foringi þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi dregið sig í hlé. Og þá opnast dyr en eins og Innherji hefur greint frá er bæjarstjórastóllinn í Kópavogi einn sá eftirsóttasti. Prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi lýkur á laugardaginn. Karen komst yfir upplýsingar um að tiltekinn einstaklingur innan Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, sem er í stuðningsmannaliði Ásdísar, en sá hefur gengt margvíslegum trúnaðarstörfum á hans vegum, sé á vanskilaskrá. Karen hefur dreift þeim upplýsingum en Persónuvernd kynni að hafa eitt og annað við það að athuga en umræddur einstaklingur hefur vísað málinu þangað. Hæpnir lögvarðir hagsmunir Þessi mál hennar, föður hennar Halldórs Jónssonar verkfræðings, sem meðal annars var í bakvarðarsveit Gunnars heitins Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi en Halldór hefur einatt verið kenndur við Moggablogg svokallað þar sem hann hefur birt umdeilda pistla og svo Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns eru til skoðunar hjá Persónuvernd. Halldór Jónsson verkfræðingur hefur lengi verið áhrifamaður í pólitíkinni í Kópavogi. En þekktastur er hann fyrir umdeild bloggskrif sín. Hann fékk Svein Andra til að kanna skuldastöðu tiltekins einstaklings og ýtti síðan upplýsingunum til dóttur sinnar Karenar sem dreifði þeim svo. Sveinn Andri sótti upplýsingar fyrir umbjóðanda sinn, sem er Halldór, með því að slá téðum einstaklingi upp hjá Creditinfo, afhenda Halldóri þær sem svo kom þeim til dóttur sinnar sem dreifði þeim víðar. Á þeim forsendum að upplýsingarnar eigi fullt erindi til almennings. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum telur Creditinfo að Reykvískir lögmenn, stofa Sveins Andra, hafa brotið gegn áskriftarskilmálum fyrirtækisins og lokaði aðgangi Sveins Andra vegna misnotkunar. „Hafi lögvarðir hagsmunir verið til staðar þegar uppfletting er framkvæmd er áskrifanda ekki heimilt að afhenda þriðja aðila upplýsingar úr vanskilaskrá fyrirtækisins og ber ábyrgð á því að öryggi og meðferð upplýsinga sem hann aflar sé tryggt,“ segir í bréfi sem Creditinfo sendi Persónuvernd vegna málsins. Sveinn Andri í skammarkrókinn hjá Creditinfo Samkvæmt því gat Sveinn Andri ekki gefið fullnægjandi upplýsingar um hvaða lögvörðu hagsmunir lágu að baki uppflettingunni sem voru að beiðni Halldórs Jónssonar, meðstjórnanda og raunverulegs eiganda Þorra ehf. fasteignafélags. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir það rétt, að hann hafi verið settur í skammarkrókinn tímabundið hjá Creditinfo vegna brota á skilmálum er varðar meðferð upplýsinga. Hann var sviptur aðgangi að uppýsingum Creditinfo um tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Málið snerist upphaflega um hvort téður trúnaðarmaður sem á sér telur brotið væri hæfur til að sitja í stjórn þess félags sem hefur með umsýslu eigna Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að gera. Samkvæmt ársreikningi voru rekstrartekjur þar fyrir árið 2020 tæpar fjórar milljónir. Sveinn Andri segist ekkert hafa um málið að segja í samtali við Vísi. „Ég kannaði upplýsingar hjá Creditinfo fyrir skjólstæðing minn í samræmi við það sem ég taldi heimilt. Cretitinfo setti mig í skammarkrókinn tímabundið vegna þess að upplýsingarnar fóru í dreifingu en ég hef ekkert með það að gera,“ segir Sveinn Andri. Hann segist ekki hafa fengið neitt erindi frá Persónuvernd vegna málsins. Vísir hefur sent fyrirspurn til Persónuverndar til að grennslast fyrir um hvar málið sé á vegi statt en ekki borist svör enn sem komið er. Áskilur sér allan rétt til að dreifa upplýsingunum víðar Málið kom upp í ágúst í fyrra. Afstaða Karenar í málinu er einörð og birtist í bréfi sem Ómar R. Valdimarsson lögmaður hennar sendi til lögmanns trúnaðarmannsins sem kvartar undan því að brotið hafi verið á sér, svari við sáttarboði. Ómar R. Valdimarsson lögmaður Karenar hafnar því alfarið að hún hafi brotið persónuverndarlög á téðum einstaklingi.aðsend En bréfið sendi Ómar í nóvember í fyrra: „Vegna eðli þeirra upplýsinga sem um ræðir er það mat umbj. okkar [Karenar Elísabetar] að það liggi í augum uppi að umfjöllunin lýtur að efni sem á erindi til almennings. Af þeim sökum hafi umbj. okkar ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsissins, einkum í ljósi þess að umbj. yðar telst óneitanlega vera opinber persóna, enda gegnir hann trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokk.“ Persónuvernd gæti haft sitthvað við þessi sjónarmið að athuga en málið er, sem fyrr segir, þar til umfjöllunar. Í bréfi Ómars kemur jafnframt fram að Karen áskilji sér allan rétt til að vekja fleiri aðila svo sem almennra kjósenda í sveitarfélaginu á viðskiptasögu téðs aðila. Karen kona sem standi í lappirnar Karen sjálf sagðist í samtali við Vísi ekki vera í þeirri stöðu að geta rætt málið núna og vísaði öllum spurningu, svo sem hvers vegna hún hafi viljað dreifa þessum upplýsingum og til hversu margra, til lögmanns síns. Karen eftirlét lögmanni sínum Ómari að svara fyrir málið. En hún telur að kosningabaráttan í Kópavogi hafi farið prúðmannlega fram. Hún sagði að henni væri ekki kunnugt um að málið væri komið til Persónuverndar og taldi að prófkjörsbaráttan í Kópavogi væri prúðmannleg. Ómar, lögmaður Karenar, er afdráttarlaus í samtali við Vísi. Hann telur tímasetningu þess að málið komi upp núna enga tilviljun: „Því er alfarið hafnað að Karen hafi brotið gegn réttindum þessa tiltekna einstaklings. Og það verður að teljast mjög undarlegt, eða að minnsta kosti áhugavert, að einhverjir aðilar sjái sér hag í því að draga þetta mál fram á þessum tímapunkti, rétt fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.“ En það sé vindhögg: „Það er hins vegar lítið á því að græða fyrir andstæðinga Karenar í pólitík að veifa þessu tré því þetta mál sýnir svo ekki verður um villst að Karen er kona sem stendur í lappirnar og ver þá hagsmuni sem henni er falið að gæta með kjafti og klóm,“ segir Ómar hinn harðasti. ... Uppfært 13:05 Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri eftirlits Persónuverndar staðfestir í samtali við Vísi að stofnuninni barst nýverið kvörtun vegna þessar miðlunar upplýsinga. Hún segir spurð ekki geta sagt til um hvenær niðurstöðu sé að vænta. „Nú er það þannig að það er mikill málafjöldi hjá Persónuvernd til meðferðar. Málsmeðferðartími kvartana til Persónuverndar er áætlaður allt að 18 mánuðir en það getur farið eftir umfangi hvers máls. Þessi kvörtun er til meðferðar og bíður rannsóknar,“ segir Helga Sigríður.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Persónuvernd Tengdar fréttir Ásdís hættir hjá SA og vill verða bæjarstjóri Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja. 30. janúar 2022 09:52 Karen Elísabet vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi Karen Elísabet Halldórsdóttir sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars. Hún hefur starfað þar sem bæjarfulltrúi síðastliðin átta ár. 27. janúar 2022 12:37 Stokkað upp hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi Útlit er fyrir talsverða endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. 24. janúar 2022 18:01 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Ásdís hættir hjá SA og vill verða bæjarstjóri Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja. 30. janúar 2022 09:52
Karen Elísabet vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi Karen Elísabet Halldórsdóttir sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars. Hún hefur starfað þar sem bæjarfulltrúi síðastliðin átta ár. 27. janúar 2022 12:37
Stokkað upp hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi Útlit er fyrir talsverða endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. 24. janúar 2022 18:01