Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Snorri Másson skrifar 10. mars 2022 20:30 Mægðurnar Anna Dymaretska og Olena Zablocka verja lunganum úr hverjum degi við símann, í sambandi við vini og vandamenn heima í Úkraínu. Stöð 2/Arnar Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. Fyrir nokkrum vikum var lífið á Íslandi eðlilegt. Anna fór stundum með dóttur sína í heimsókn til ömmu í næsta húsi og þær fylgdust með heimalandinu Úkraínu úr fjarlægð. Þær höfðu ekki endilega á stefnuskránni að snúa aftur til Úkraínu, en nú er ekkert eins og það var. „Ég þekki marga brottflutta sem hafa hugsað sig tvisvar um eftir að þetta hófst allt. Sem nú vilja helst fara aftur heim og taka þátt í að byggja landið okkar aftur upp. Þetta var ekki besti staðurinn til að lifa og það voru ýmis vandamál en þegar þetta gerðist breyttist allt. Við urðum svo sterk saman, við sameinuðumst, og nú erum við sterkari en nokkru sinni fyrr,“ segir Anna Dymaretska. Mæðgurnar hafa hrundið af stað söfnun á meðal Íslendinga fyrir Úkraínumenn. Þær segja að ákveðin tortryggni hafi ríkt gagnvart aðgerðum af sama toga og lofa því gagnsæi - endurskoðandi fer yfir reikningana. Þetta snýst um að koma nauðsynjum til venjulegs fólks. „Við erum að búa til þennan reikning til þess að hjálpa fólki að komast af í þessari ömurlegu stöðu. En það er samt þannig að vinir mínir úti hafa eina einfalda ósk; friðsælan himin fyrir ofan sig,“ segir Olena Zablocka. Svetlana, til vinstri, kom til Íslands í byrjun mars. Hún er amma Elenóru, í fanginu á móður sinni Önnu í miðjunni. Til hægri er hin amman, Olena.Stöð 2/Arnar Tengdamóðirin kom heim í sjokki Olena og Anna hafa verið hér frá 2012 og 2014. Olena vinnur í Costco, eins og eiginmaður Önnu. Móðir hans, Svetlana, komst út úr Úkraínu í byrjun mánaðar þegar stríðið var nýskollið á. Upphaflega vildi hún ekki fara en sonur hennar og fjölskylda drifu hana úr landi. Svetlana er enn í sjokki, en Anna segir þunga sektarkennd hrjá þá Úkraínumenn sem horfa á stríðið úr öruggri fjarlægð. „Sérstaklega þeir sem hafa upplifað þennan hrylling stríðsins en komist burt til útlanda strax í byrjun. Þau þjást svo mikið,“ segir Anna. Maðurinn þinn er hér, hann er frá Úkraínu. Finnst honum að hann ætti að fara til Úkraínu og berjast? „Já, hann hefur átt í mikilli innri baráttu um það hvort hann ætti að fara eða vera áfram hér.“ Þú vilt ekki að hann fari. „Nei, auðvitað ekki.“ Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum var lífið á Íslandi eðlilegt. Anna fór stundum með dóttur sína í heimsókn til ömmu í næsta húsi og þær fylgdust með heimalandinu Úkraínu úr fjarlægð. Þær höfðu ekki endilega á stefnuskránni að snúa aftur til Úkraínu, en nú er ekkert eins og það var. „Ég þekki marga brottflutta sem hafa hugsað sig tvisvar um eftir að þetta hófst allt. Sem nú vilja helst fara aftur heim og taka þátt í að byggja landið okkar aftur upp. Þetta var ekki besti staðurinn til að lifa og það voru ýmis vandamál en þegar þetta gerðist breyttist allt. Við urðum svo sterk saman, við sameinuðumst, og nú erum við sterkari en nokkru sinni fyrr,“ segir Anna Dymaretska. Mæðgurnar hafa hrundið af stað söfnun á meðal Íslendinga fyrir Úkraínumenn. Þær segja að ákveðin tortryggni hafi ríkt gagnvart aðgerðum af sama toga og lofa því gagnsæi - endurskoðandi fer yfir reikningana. Þetta snýst um að koma nauðsynjum til venjulegs fólks. „Við erum að búa til þennan reikning til þess að hjálpa fólki að komast af í þessari ömurlegu stöðu. En það er samt þannig að vinir mínir úti hafa eina einfalda ósk; friðsælan himin fyrir ofan sig,“ segir Olena Zablocka. Svetlana, til vinstri, kom til Íslands í byrjun mars. Hún er amma Elenóru, í fanginu á móður sinni Önnu í miðjunni. Til hægri er hin amman, Olena.Stöð 2/Arnar Tengdamóðirin kom heim í sjokki Olena og Anna hafa verið hér frá 2012 og 2014. Olena vinnur í Costco, eins og eiginmaður Önnu. Móðir hans, Svetlana, komst út úr Úkraínu í byrjun mánaðar þegar stríðið var nýskollið á. Upphaflega vildi hún ekki fara en sonur hennar og fjölskylda drifu hana úr landi. Svetlana er enn í sjokki, en Anna segir þunga sektarkennd hrjá þá Úkraínumenn sem horfa á stríðið úr öruggri fjarlægð. „Sérstaklega þeir sem hafa upplifað þennan hrylling stríðsins en komist burt til útlanda strax í byrjun. Þau þjást svo mikið,“ segir Anna. Maðurinn þinn er hér, hann er frá Úkraínu. Finnst honum að hann ætti að fara til Úkraínu og berjast? „Já, hann hefur átt í mikilli innri baráttu um það hvort hann ætti að fara eða vera áfram hér.“ Þú vilt ekki að hann fari. „Nei, auðvitað ekki.“ Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719
Hægt er að leggja söfnun mæðgnanna lið með því að leggja inn á reikninginn: Reikningsnúmer: 0123-15-048671 Kennitala: 161165-2719
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48