Konur á barneignaraldri fá ekki nóg af járni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2022 13:13 Ungar konur fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum. Vísir/getty Konur á barneignaraldri á Íslandi fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við joð, C-Vítamín og fólat. Engin þeirra nær ráðlögðum dagskammti af járni. Þetta kemur fram í nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sem unnir er á vegum embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ. Könnunin var tekin árin 2019-2021 og tóku 822 þátt. Á Facebook síðu embættis landslæknis er hægt að horfa á kynningu landskönnunarinnar sem hófst klukkan 11.00. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að neysla landsmanna á viðbættum sykri og rauðu kjöti minnkar en landsmenn þurfa að taka sig á í grænmetis- og ávaxtaáti til að ná viðmiðum. Verulega hefur dregið úr neyslu á rauðu kjöti eða því sem nemur rúmum 60 grömmum á viku að meðaltali, eða tíu prósent. Hlutfall orku úr viðbættum sykri hefur minnkað og fer úr 9 prósent í 7 að meðaltali. Athygli vekur að þrátt fyrir að mjólkurneysla hafi minnkað frá síðustu viðmiðunarkönnun þá hefur neysla á osti aukist. Samdráttur er þá að finna í neyslu landsmanna á kolvetnum en hlutfall heildarorku úr kolvetnum fer úr 42 prósent í viðmiðunarkönnun og niður í 37 prósent í hinni nýju. Öllu verri fréttir blasa við þegar neysla landsmanna á grænmeti og ávöxtum er skoðuð. „Ef við byrjum á því að skoða grænmetisneysluna þá kemur í ljós að hún stendur í stað og er að meðaltali 114 gr. á dag. Einungis 1 prósent þátttakenda borða 250 gr. eins og ráðlagt er. Þá hefur dregið úr neyslu á ávöxtum og berjum. Meðalneysla ávaxta minnkar frá síðustu könnun úr 118 gr. á dag í 98 gr. á dag. Einungis 4 prósent þátttakenda borða 250 gr. af ávöxtum eins og ráðlagt er,“ sagði Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar. Alma Möller hélt stutta ræðu á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöður landskönnunar á mataræði voru kynntar. Blikur eru á lofti hvað járnneyslu ungra kvenna varðar. Enginn ungur kvenkynsþátttakandi í landskönnun á mataræði náði að neyta því sem nemur ráðlögðum dagskammti af járni. Ráðlagður skammtur er 15 mgr. á dag. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig fyrir heila-og taugaþroska barna. „Konur í þessum aldurshópi, og þær eru jú á barneignaraldri, fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við járn, joð, C-vítamín og fólat og að auki er D-vítamín neysla þeirra að jafnaði undir ráðlagðri inntöku líkt og hjá ungum karlmönnum en það er sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni,“ sagði Alma Möller, landlæknir sem flutti stutta ræðu á kynningunni. Matur Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31 Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sem unnir er á vegum embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ. Könnunin var tekin árin 2019-2021 og tóku 822 þátt. Á Facebook síðu embættis landslæknis er hægt að horfa á kynningu landskönnunarinnar sem hófst klukkan 11.00. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að neysla landsmanna á viðbættum sykri og rauðu kjöti minnkar en landsmenn þurfa að taka sig á í grænmetis- og ávaxtaáti til að ná viðmiðum. Verulega hefur dregið úr neyslu á rauðu kjöti eða því sem nemur rúmum 60 grömmum á viku að meðaltali, eða tíu prósent. Hlutfall orku úr viðbættum sykri hefur minnkað og fer úr 9 prósent í 7 að meðaltali. Athygli vekur að þrátt fyrir að mjólkurneysla hafi minnkað frá síðustu viðmiðunarkönnun þá hefur neysla á osti aukist. Samdráttur er þá að finna í neyslu landsmanna á kolvetnum en hlutfall heildarorku úr kolvetnum fer úr 42 prósent í viðmiðunarkönnun og niður í 37 prósent í hinni nýju. Öllu verri fréttir blasa við þegar neysla landsmanna á grænmeti og ávöxtum er skoðuð. „Ef við byrjum á því að skoða grænmetisneysluna þá kemur í ljós að hún stendur í stað og er að meðaltali 114 gr. á dag. Einungis 1 prósent þátttakenda borða 250 gr. eins og ráðlagt er. Þá hefur dregið úr neyslu á ávöxtum og berjum. Meðalneysla ávaxta minnkar frá síðustu könnun úr 118 gr. á dag í 98 gr. á dag. Einungis 4 prósent þátttakenda borða 250 gr. af ávöxtum eins og ráðlagt er,“ sagði Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar. Alma Möller hélt stutta ræðu á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöður landskönnunar á mataræði voru kynntar. Blikur eru á lofti hvað járnneyslu ungra kvenna varðar. Enginn ungur kvenkynsþátttakandi í landskönnun á mataræði náði að neyta því sem nemur ráðlögðum dagskammti af járni. Ráðlagður skammtur er 15 mgr. á dag. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig fyrir heila-og taugaþroska barna. „Konur í þessum aldurshópi, og þær eru jú á barneignaraldri, fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við járn, joð, C-vítamín og fólat og að auki er D-vítamín neysla þeirra að jafnaði undir ráðlagðri inntöku líkt og hjá ungum karlmönnum en það er sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni,“ sagði Alma Möller, landlæknir sem flutti stutta ræðu á kynningunni.
Matur Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31 Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31
Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01