Nýsköpun og öflugt atvinnulíf í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 9. mars 2022 11:31 „Sveitarfélagið á að vera í virku samtali við atvinnulífið, efla nýsköpun og vinna að því að fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu með markvissum hætti.” Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið undanfarin ár og er fjöldi íbúa nú í kringum 11 þúsund. Flesta virka daga fer hluti íbúa til vinnu á höfuðborgarsvæðið eða til nágrannasveitarfélaga sem er í sjálfu sér eðlilegt upp að vissu marki. Það verður þó með auknum íbúafjölda að huga að fjölgun fjölbreyttra atvinnutækifæra í Árborg með það að markmiði að íbúar geti haft fleiri valmöguleika um áhugaverð störf í nærsamfélaginu, stutt frá heimili og fjölskyldu. Atvinnustefna og skýr markmið Fyrirtækjum er í auknum mæli ýtt frá ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og Árborg gæti verið kjörin staður til uppbyggingar fyrir mörg þeirra. Nýtt skrifstofuhótel mun gefa aukin tækifæri en samfélag með góða skóla, öflugt íþrótta- og frístundastarf, nægt landrými og góðar tengingar við helstu samgönguleiðir, ásamt inn- og útflutningshöfn í næsta nágrenni ætti að vera kjörinn staður til frekari uppbyggingar á atvinnustarfsemi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér og vil ég koma að því að leiða sveitarfélagið í samstarfi við hagsmunaaðila að setja fram stefnu með skýr framtíðarmarkmið um hvernig atvinnuuppbyggingu við viljum sjá í sveitarfélaginu. Tækifæri til nýsköpunar Sveitarfélagið Árborg á að vera í virku samtali við fjölbreyttar atvinnugreinar í samfélaginu. Þannig getur sveitarfélagið verið betur í stakk búið að skapa umhverfið sem eflir og hvetur til nýsköpunar og þróunar. Hvort sem um er að ræða verslun, ferðaþjónustu eða fjölbreyttan iðnað. Gott samstarf grunnskóla í Árborg, FSu, FabLab Selfoss, Háskólafélags Suðurlands, atvinnulífsins og tengdra aðila er mikilvægt til að efla og ala upp nýsköpunarhugsun hjá ungmennum í samfélaginu. Slíkt samstarf getur búið til rétta umhverfið og alið af sér frumkvöðla sem fengu að byrja að prófa hluti í grunnskóla, þróuðu áfram í framhaldsskóla og gerðu hugmynd að veruleika í frumkvöðlasetri háskólafélagsins. Þorum að hugsa um stóru myndina og sköpum aðstæður þar sem ný tækifæri verða til. Viltu ræða málin frekar? Þar sem stutt er í prófkjörið laugardaginn 19.mars nk. vil ég nýta tímann vel og reyna að hitta sem flest fyrirtæki og íbúa. Það er því velkomið að senda erindi á bragibjarna1@gmail.com og óska eftir heimsókn til að spjalla um samfélagið okkar og hvernig við getum í sameiningu gert Árborg enn betri. Höfundur er frambjóðandi í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, www.bragibjarna.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
„Sveitarfélagið á að vera í virku samtali við atvinnulífið, efla nýsköpun og vinna að því að fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu með markvissum hætti.” Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið undanfarin ár og er fjöldi íbúa nú í kringum 11 þúsund. Flesta virka daga fer hluti íbúa til vinnu á höfuðborgarsvæðið eða til nágrannasveitarfélaga sem er í sjálfu sér eðlilegt upp að vissu marki. Það verður þó með auknum íbúafjölda að huga að fjölgun fjölbreyttra atvinnutækifæra í Árborg með það að markmiði að íbúar geti haft fleiri valmöguleika um áhugaverð störf í nærsamfélaginu, stutt frá heimili og fjölskyldu. Atvinnustefna og skýr markmið Fyrirtækjum er í auknum mæli ýtt frá ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og Árborg gæti verið kjörin staður til uppbyggingar fyrir mörg þeirra. Nýtt skrifstofuhótel mun gefa aukin tækifæri en samfélag með góða skóla, öflugt íþrótta- og frístundastarf, nægt landrými og góðar tengingar við helstu samgönguleiðir, ásamt inn- og útflutningshöfn í næsta nágrenni ætti að vera kjörinn staður til frekari uppbyggingar á atvinnustarfsemi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér og vil ég koma að því að leiða sveitarfélagið í samstarfi við hagsmunaaðila að setja fram stefnu með skýr framtíðarmarkmið um hvernig atvinnuuppbyggingu við viljum sjá í sveitarfélaginu. Tækifæri til nýsköpunar Sveitarfélagið Árborg á að vera í virku samtali við fjölbreyttar atvinnugreinar í samfélaginu. Þannig getur sveitarfélagið verið betur í stakk búið að skapa umhverfið sem eflir og hvetur til nýsköpunar og þróunar. Hvort sem um er að ræða verslun, ferðaþjónustu eða fjölbreyttan iðnað. Gott samstarf grunnskóla í Árborg, FSu, FabLab Selfoss, Háskólafélags Suðurlands, atvinnulífsins og tengdra aðila er mikilvægt til að efla og ala upp nýsköpunarhugsun hjá ungmennum í samfélaginu. Slíkt samstarf getur búið til rétta umhverfið og alið af sér frumkvöðla sem fengu að byrja að prófa hluti í grunnskóla, þróuðu áfram í framhaldsskóla og gerðu hugmynd að veruleika í frumkvöðlasetri háskólafélagsins. Þorum að hugsa um stóru myndina og sköpum aðstæður þar sem ný tækifæri verða til. Viltu ræða málin frekar? Þar sem stutt er í prófkjörið laugardaginn 19.mars nk. vil ég nýta tímann vel og reyna að hitta sem flest fyrirtæki og íbúa. Það er því velkomið að senda erindi á bragibjarna1@gmail.com og óska eftir heimsókn til að spjalla um samfélagið okkar og hvernig við getum í sameiningu gert Árborg enn betri. Höfundur er frambjóðandi í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, www.bragibjarna.is
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar