Vinnum að friði! Guttormur Þorsteinsson og Stefán Pálsson skrifa 9. mars 2022 07:31 Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings. Forystumenn hernaðarveldanna virtust úr takti við almenning og sumir taldir vart með öllum mjalla. Þau sem lifðu þessa tíma muna sífellda kjarnorkuógnina sem gat minnt á sig við sakleysislegustu aðstæður. En þessi ár voru líka tími öflugrar friðarhreyfingar. Út um allt voru starfandi litlir hópar sem hvöttu til afvopnunar og töluðu máli friðsamlegra lausna á deilumálum heimsins. Ýmsar stéttir stofnuðu sín eigin friðarsamtök. Má þar nefna listamenn, heilbrigðisstéttir og menntastéttir. Innan verkalýðshreyfingarinnar mátti finna öfluga friðarhópa og sama gildir um kirkjudeildir og trúfélög. Við lok kalda stríðsins dró skiljanlega úr kraftinum í þessari baráttu. Önnur brýn mál kölluðu á orku og starfsþrek hugsjónafólks. Óþarft er að fjölyrða um þá stöðu sem nú blasir við okkur á alþjóðavettvangi. Blóðugt stríð fer nú fram í Evrópu og nægir eru til þess að hella olíu á eldinn. Hernaðarsinnar ganga á lagið og kalla eftir meiri útgjöldum til vígvæðingar, fleiri vopnum og stærri. Við þær aðstæður eru mikilvægara en nokkru sinni fyrr að raddir friðarsinna heyrist hátt og snjallt. Við hvetjum frjáls félagasamtök, fagfélög, trúfélög og verkalýðshreyfingu til að blása lífi í gamlar hugsjónir um frið og afvopnun og koma á nýjan leik upp friðarhópum sem geta lagt skynsamlegt og gott til í heimi sem virðist einbeittur í að tortíma sér. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðingaStefán Pálsson, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Guttormur Þorsteinsson Stefán Pálsson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings. Forystumenn hernaðarveldanna virtust úr takti við almenning og sumir taldir vart með öllum mjalla. Þau sem lifðu þessa tíma muna sífellda kjarnorkuógnina sem gat minnt á sig við sakleysislegustu aðstæður. En þessi ár voru líka tími öflugrar friðarhreyfingar. Út um allt voru starfandi litlir hópar sem hvöttu til afvopnunar og töluðu máli friðsamlegra lausna á deilumálum heimsins. Ýmsar stéttir stofnuðu sín eigin friðarsamtök. Má þar nefna listamenn, heilbrigðisstéttir og menntastéttir. Innan verkalýðshreyfingarinnar mátti finna öfluga friðarhópa og sama gildir um kirkjudeildir og trúfélög. Við lok kalda stríðsins dró skiljanlega úr kraftinum í þessari baráttu. Önnur brýn mál kölluðu á orku og starfsþrek hugsjónafólks. Óþarft er að fjölyrða um þá stöðu sem nú blasir við okkur á alþjóðavettvangi. Blóðugt stríð fer nú fram í Evrópu og nægir eru til þess að hella olíu á eldinn. Hernaðarsinnar ganga á lagið og kalla eftir meiri útgjöldum til vígvæðingar, fleiri vopnum og stærri. Við þær aðstæður eru mikilvægara en nokkru sinni fyrr að raddir friðarsinna heyrist hátt og snjallt. Við hvetjum frjáls félagasamtök, fagfélög, trúfélög og verkalýðshreyfingu til að blása lífi í gamlar hugsjónir um frið og afvopnun og koma á nýjan leik upp friðarhópum sem geta lagt skynsamlegt og gott til í heimi sem virðist einbeittur í að tortíma sér. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðingaStefán Pálsson, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar